LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skeiðarársandur

Skeiðarársandur
er stórt svæði þakið svörtum sandi sem nær frá Skeiðarárjökli og niður að sjó.
Sandurinn þekur 1300 ferkílómetra svæði og myndaðist þegar jökulár
í nágrenninu báru jarðveg að sjónum. Árnar bera með sér jarðveg sem komst upp á
yfirborðið við jökulhlaup frá Vatnajökli. Við jökulinn er jarðvegurinn
malarborin og jafnvel grýttur, en þegar farið er nær sjónum er hann orðinn að
sandi og leir. Forðum var lítið um gróður við Skeiðarársand en á síðasta áratug
hafa birkitré sprottið á sandinum og er skógurinn staðsettur miðsvæðis þar sem
trén vaxa og dafna. Á Skeiðarársandi er einnig stórt varpsvæði skúmsins.

Skeiðarárbrú

Brúin yfir
Skeiðará á Skeiðarársandi heitir Skeiðarárbrú. Vígsla hennar árið 1974 markaði
opnun hringvegsins í kringum Ísland. Skeiðarárbrú er einbreiðbrú gerð úr
sérstaklega unnum stál burðargrindum. Árið 1996 varð eldgos í Grímsvötnum í
Skeiðarárjökli sem olli miklum flóðum og bráðnun jökulsins. Miklar skemmdir
urðu á brúnni vegna flóðanna og ísjaka á stærð við einbýlishús sem skullu á
brúnni. Í dag eru einu ummerki upprunalegu brúnnar tveir beyglaðir stálbitar
sem sjá má frá nýja veginum. Þeir mynda einstakan minnisvarða um fallegu en
öflugu náttúruna sem einkennir Íslenskt landslag. Ný brú hefur verið reist
vegna breytinga á vatnsfalli undan jöklinum. Áin sem rennur undir nýju brúna er
Morsá. 


bu92dvhwteif28k0epxp
Skeiðarársandur
GPS punktar N63° 59' 35.532" W16° 56' 58.266"
Póstnúmer

785

Vegnúmer

1

Skeiðarársandur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ferðaþjónustan Svínafelli
Svefnpokagisting
 • Svínafell
 • 785 Öræfi
 • 8941765, 868-8193
Adventure Hótel Hof
Gistiheimili
 • Austurhús
 • 785 Öræfi
 • 478-2260
Litla-Hof
Gistiheimili
 • Öræfi
 • 785 Öræfi
 • 478-1670, 894-8670
Kartöflugeymslan
Íbúðir
 • Langatorfa, Svínafell
 • 785 Öræfi
 • 789-0785, 895-1917, 824-8903
Vesturhús Hostel
Gistiheimili
 • Hof, Öræfum
 • 785 Öræfi
 • 8545585

Aðrir

Öræfahestar ehf.
Dagsferðir
 • Svínafell 3, Sel 2
 • 785 Öræfi
 • 847-0037
Tindaborg
Ferðaskrifstofur
 • Lambhagi, Svínafell
 • 785 Öræfi
 • 866-1503
Glacier Guides
Gönguferðir
 • Skaftafell
 • 785 Öræfi
 • 659-7000

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn