Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hekla

Eldfjall (1491 m y.s., um 1500 m y.s. fyrir gosið 1980) upp af Rangárvöllum. Er það hlaðið upp á gossprungu og því ílangt frá suðvestri til norðausturs. Alls er Heklusprungan um 40 km á lengd en Heklugjá sjálf var í gosinu 1947 um 5 km á lengd. Rannsóknir á öskulögum hafa leitt í ljós að saga Heklu nær að minnsta kosti 6600 ár aftur í tímann. Á sögulegum tíma eru Heklugos sennilega að nálgast 20 en auk þess hefur gosið 5-8 sinnum í nágrenni fjallsins. Hekla er eitt af kunnustu eldfjöllum heims og höfðu rithöfundar miðalda snemma vitneskju um hana. Var hún á þeim tíma talin inngangur að helvíti og trúðu menn því að þar loguðu sálir fordæmdra í eilífum eldi. Gengu um fjallið hinar mestu furðusagnir. Elsta gos sem sögur greina frá og það mesta á sögulegum tíma var árið 1104. Í því gosi tók af byggð í Þjórsárdal og á Hrunamannaafrétti. Eitt af þeim gosum sem hæst ber í frásögnum er gos er varð árið 1300. Þá segja heimildir að fjallið hafi rifnað að endilöngu. Drunur og brestir heyrðust alla leið norður í land. Heil björg flugu gegnum loftið. Myrkur varð um miðjan dag svo svart sem á niðdimmri nótt og náði það norður yfir allt landið. Þorðu menn ekki einu sinni að fara á sjó sökum myrkurs. Landskjálftar fylgdu gosinu og bæir féllu. Hallæri hlaust af og manndauði. Þetta gos stóð samfellt í heilt ár. Árið 1693 varð eitt af mestu Heklugosum, steinar á stærð við hús þeyttust órahátt til lofts og féllu niður mílu vegar frá fjallinu segir í heimildum. 14 gígir sáust gjósa samtímis. Rúmlega 50 bæir spilltust í gosinu og lögðust í eyði um stundarsakir. Stórgos varð aftur 1766 og stóð með hvíldum í tvö ár. Það vann ýmisleg spjöll og spillti bæjum. Þá varð gos í Heklu 1845 og stóð í 7 mánuði. Þriðja síðasta gos í Heklu varð 1947 og stóð samfleytt í 13 mánuði. Þá mældist gosstrókurinn 30 km y.s. fyrstu mínúturnar eftir að gosið hófst. Í þessu gosi kom upp í fjallinu um einn km³ gosefna og hylja hraunin, sem þá runnu, um 40 km² lands. Í gosinu varð síðasta banaslys af völdum eldgoss hér á landi er Steinþór Sigurðsson (1904-1947) mag. scient. fórst við rannsóknarstörf. Næsta Heklugos varð 1970. Hófst það 5. maí og stóð fram í júlíbyrjun. Allmikið hraun rann og öskufall olli nokkru tjóni í uppsveitum Rangárvalla- og Árnessýslu, norður um Húnavatnssýslur og syðst í Strandasýslu. Spilltust hagar svo að víða varð að halda fé inni fram á sumar. Nokkuð bar á sjúkdómum í sauðfé (flúoreitrun) og hrossum. Gos hófst í Heklu 17. ágúst 1980. Fyrsta hrinan stóð í þrjá sólarhringa. Heklugjá opnaðist öll, um 6 km, og gaus hrauni og ösku sem barst til norðurs og olli nokkru tjóni, einkum í Skagafjarðardölum. Hraun, sem komu þá upp, þekja um 25 km² en þau eru þunn og efnismagn lítið, eða um 0,1 km³. Gosið tók sig upp að nýju 10. mars 1981 og stóð þá í tæpa viku. Þá kom aðeins upp hraun, fremur lítið að magni, og runnu taumar niður hlíðarnar norðan hátindsins. Smágos varð í Heklu 1991 og annað í febrúar árið 2000. Auk þess sem nú hefur verið talið hafa mörg minni gos orðið í Heklu en sum þeirra hafa þó valdið tjóni eða þá meiri og minni jarðskjálftar í sambandi við gosin. Að því er talið er gengu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fyrstir manna á Heklutind, aðfaranótt 20. júní 1750. Þó voru til eldri sagnir um uppgöngu á fjallið. Auðveldast er að ganga á Heklu að norðan eða norðvestan.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995. Margir ganga á Heklu ár hvert. Að vetrinum hefur nokkrum tekist að keyra þar upp á bíl. Aðgengi hefur verið bætt til mikilla muna og gerður akfær vegur í 900 metra hæð. Hekla þú ert hlálegt fjall, að haga þér til svona. Einatt kemur öskufall, úr þér góða kona.

Place_735_1___Selected.jpg
Hekla
GPS punktar N63° 58' 59.767" W19° 42' 24.306"
Vegnúmer

225

Hekla - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Unastaðir sumarhús
Sumarhús
 • Unastaðir í landi Reynifells lóð F-2
 • 851 Hella
 • 566-8914, 849-1216, 822-7055
Heimagisting Fossnesi
Bændagisting
 • Fossnes
 • 801 Selfoss
 • 486-6079
Hungurfit - Rangárþing ytra
Fjallaskálar
 • Laufskálar 2, 850 Hella
 • 487-5834
Tjaldsvæðið Þjórsárdal - Sandártunga
Tjaldsvæði
 • Gnúpverjahreppur
 • 801 Selfoss
 • 893-8889
Ferðaþjónustan Galtalæk
Sumarhús
 • Galtalækur 2
 • 851 Hella
 • 861-6528, 487-6528
Álmur ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Árbakki
 • 801 Selfoss
 • 486-8803, 866-8378
Tjaldsvæðið Áning
Tjaldsvæði
 • Leynir
 • 851 Hella
 • 894-4991
Foss - Rangárvallahreppur
Fjallaskálar
 • Laufskálar 2, 850 Hella
 • 487-5834 , 487-5434
Landmannahellir
Fjallaskálar
 • Lýtingsstaðir, 851 Hella
 • 893-8407
Krókur - Rangárþing ytra
Fjallaskálar
 • Laufskálar 2, 850 Hella
 • 487-5834

Aðrir

Heimagisting Fossnesi
Bændagisting
 • Fossnes
 • 801 Selfoss
 • 486-6079
Álmur ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Árbakki
 • 801 Selfoss
 • 486-8803, 866-8378
Núpsverk ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Stóri-Núpur
 • 801 Selfoss
 • 848-1618, 848-1620

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn