LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hekla

Eldfjallið Hekla er eitt frægasta eldfjall Íslands og það sem gosið hefur einna oftast í seinni tíð. Hekla er 1.491 m.y.s. og sést víðast hvar af á Suðurlandi. Hekla hefur um langt árabil haft viðurnefnið Drottning íslenskra eldfjalla og er fjallið þekkt víða um heim.

Mikil hjátrú hefur tengst Heklu og sú frægasta líklega sú að þar væri fordyri helvítis að finna og jafnvel helvíti sjálft. Fyrsta vitneskja af fjallgöngu á Heklu er frá 1750 þegar náttúrufræðingarnir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á fjallið. Nokkuð vinsælt er að ganga á Heklu en mikilvægt er að göngumenn viti af þeirri hættu sem getur myndast ef til eldgoss kemur. Yfirleitt er gengið frá Skjólkvíum.

Hekla stendur á jarðskorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlandsgosbeltið mætast og skýrir það að miklu leiti tíð eldgos í fjallinu. En frá því að land byggðist hefur Hekla gosið árin; 1104, 1158, 1206, 1222, 1300, 1341, 1389, 1501, 1597, 1636, 1693, 1766, 1845, 1947, 1970, 1980, 1981, 1991 og 2000. Jarðfræðingar hafa marg ítrekað á undanförnum árum að Hekla sé tilbúin til að gjósa og geti gosið hvenær sem er, en fjallið gefur að jafnaði um klukkutíma fyrirvara á eldgosum.

Hekla
GPS punktar N63° 58' 59.767" W19° 42' 24.306"
Vegnúmer

225

Hekla - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Foss - Rangárvallahreppur
Fjallaskálar
 • Foss, 851 Hella
 • 896-9980
Heklusetur
Hótel
 • Leirubakki
 • 851 Hella
 • 487-8700, 893-5046
Hungurfit - Rangárþing ytra
Fjallaskálar
 • Laufskálar 2, 850 Hella
 • 782-3090
Ásólfsstaðir
Gistiheimili
 • Ásólfsstaðir 1
 • 804 Selfoss
 • 893-8889
Heimagisting Fossnesi
Bændagisting
 • Fossnes
 • 801 Selfoss
 • 486-6079
Tjaldsvæðið Þjórsárdal - Sandártunga
Tjaldsvæði
 • Gnúpverjahreppur
 • 801 Selfoss
 • 893-8889
Landmannahellir
Fjallaskálar
 • Landmannahelli, 851 Hella
 • 893-8407
Panorama Glass Lodge ehf.
Sumarhús
 • Austurkrókur L6B
 • 851 Hella
 • 7688821
Kaldbakur
Gistiheimili
 • Kaldbakur
 • 851 Hella
 • 8621957
Hótel Leirubakki
Hótel
 • Landsveit
 • 851 Hella
 • 487-8700, 893-5046
Dalakofinn - Ferðafélagið Útivist
Fjallaskálar
 • Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík
 • 562-1000

Aðrir

Núpsverk ehf.
Dagsferðir
 • Stóri-Núpur
 • 801 Selfoss
 • 848-1618, 848-1620
Hótel Leirubakki
Hótel
 • Landsveit
 • 851 Hella
 • 487-8700, 893-5046
Heimagisting Fossnesi
Bændagisting
 • Fossnes
 • 801 Selfoss
 • 486-6079

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn