Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Lómagnúpur

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg sem gnæfir yfir suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Vestan við hann stendur bærinn Núpsstaður. Stórbrotið umhverfi Núpsstaðar og Lómagnúps er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Eldgos, jöklar og vötn hafa mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir. Lómagnúpur tilheyrir landi Núpsstaðar, sem allt er á náttúruminjaskrá.

Lómagnúpur
GPS punktar N63° 57' 23.410" W17° 29' 18.167"
Póstnúmer

881

Lómagnúpur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lækjaborgir guesthouse
Sumarhús
  • Kálfafell
  • 880 Kirkjubæjarklaustur
  • 8335500
Dalshöfði Giastiheimili
Gistiheimili
  • Dalshöfði
  • 880 Kirkjubæjarklaustur
  • 6619550, 861-4781

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn