Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Katla Jarðvangur

Katla Jarðvangur

Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu. Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin hefur mótað landið og haft áhrif á búsetu manna eins og öskugosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sanna. Einstaklega kvik og síbreytileg náttúra hefur mótað sögu og mannlíf jarðvangsins í aldanna rás.

Katla jarðvangur nær yfir land þriggja sveitarfélaga, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Flatarmál hans er 9542 km2 eða rúm 9 % af heildarflatarmáli Íslands. Íbúafjöldi er um 2700 manns. Kvikfjárrækt hefur verið megin atvinnuvegur svæðisins en síðustu ár hefur kornrækt aukist. Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur eru helstu þjónustukjarnar fyrir sveitirnar. Undanfarin ár hefur mikilvægi ferðaþjónustu aukist gríðarlega í atvinnulífi svæðisins.

Jarðfræði

Ísland er á Mið-Atlantshafshryggnum þar sem tveir jarðskorpuflekar gliðna í sundur á svokölluðu rekbelti. Auk þess er möttulstrókur undir landinu með miðju undir Vatnajökli. Samspil rekbeltis og möttulstróks veldur flókinni og fjölbreyttri eldvirkni á Suðurlandi.

Sérstaða Kötlu jarðvangsins felst í þessari eldvirkni og víðfeðmum áhrifum hennar á landmótun og náttúrufar. Einkennandi eru megineldstöðvar, gígar og gossprungur, gervigígar, hraunbreiður, móbergsfjöll og móbergshryggir sem hafa sömu stefnu og rekbeltið. Eldstöðvakerfin Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga eru virkust við landmótunina.

Jöklar eru einnig áberandi í landslagi þar sem þeir þekja hæstu eldfjöll. Frá þeim falla skriðjöklar og jökulár. Jökulgarðar og jökullón eru einnig áberandi. Hamfaraflóð vegna eldgosa undir jökli mynduðu sandana á láglendi.

Elsta bergið er um 2,5 milljón ára gamalt og finnst við rætur Lómagnúps sem er gamall sjávarhamar og eitt hæsta standberg landsins (671 m). Aðrar áhugaverðar myndanir í jarðvanginum eru steingervingar í hnyðlingum og gjóskulög sem hafa reynst vel við aldursákvarðanir.

Katla Jarðvangur
GPS punktar N0° 0' 0.000" W0° 0' 0.000"
Vegnúmer

1

Katla Jarðvangur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Álftröð
Gistiheimili
 • 566-6246
Bryggjur
Sumarhús
 • Skíðabakki 1
 • 861 Hvolsvöllur
Skógar Apartment
Íbúðir
 • Kennarabústað 2
 • 861 Hvolsvöllur
Hrafnagil
Sumarhús
 • Hrafnagil
 • 816 Ölfus
 • 866-9772
Klettholt
Sumarhús
 • Klettholt
 • 801 Selfoss
 • 892-1340, 499-2540
Sumarhús í Reykjaskógi
Sumarhús
 • Reykjaskógur
 • 801 Selfoss
 • 565-4846
Rauðhóll
Heimagisting
 • Rauðhóll
 • 851 Hella
 • 844-8538
Syðri Kvíhólmi
Sumarhús
 • Syðri Kvíhólmi
 • 861 Hvolsvöllur

Aðrir

Natura Travel ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 697-9515
Byggðaból ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kálfafell 1b
 • 880 Kirkjubæjarklaustur
 • 848-9872
Ice Trekker Guides ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 857-9748
Adventure Point ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Hof
 • 785 Öræfi
 • 899-2248
Sigurður Ragnarsson / Ymir Mountain Guides
Ferðaskipuleggjendur
Nordic Paradice ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 777-6658
DayTourIceland.com
Ferðaskipuleggjendur
 • 780-7444
Easy Iceland ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 776-1100
D - Travel ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kaldasel 3
 • 109 Reykjavík
 • 849-3466
Fjalla Steini ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 892-5110
G60 ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 694-9385
Volcano Air ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 863-0590
MudShark ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 691-1849
Hornhestar
Ferðaskipuleggjendur
 • Horn 1
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 868-4042
Háfjall ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dynjandi
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 894-4251
Lost In Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 786-0005
Snjólína ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 845-9009
Imagine Iceland ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 659-1015
Landferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Rafræn þjónusta / Web service
 • 810 Hveragerði
 • 647-4755
Secret Local Adventures ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 899-0772
Skógar Guesthouse
Ferðaskipuleggjendur
 • Skógar
 • 861 Hvolsvöllur
 • 894-5464
Northluk ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 772-8979
Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Illugagata 61
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 893-2150
Kristján Einir Traustason
Ferðaskipuleggjendur
 • 898-7972
Creative Tours Iceland
Ferðaskipuleggjendur
 • 849-9542
Icelandic Events Management and Travel Advisor
Ferðaskipuleggjendur
 • 565-5800
Óskar Haraldsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Rafræn þjónusta / Web service
 • 101 Reykjavík
 • 892-0301

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn