Flýtilyklar
Dómadalur
Hringmynduð dalkvos, um tveir km í þvermál, við Landmannaleið, nokkru fyrir austan Landmannahelli. Í Dómadal er grunnt vatn, afrennslislaust, og þornar að nokkru á sumrum. Nokkurt graslendi er í dalnum. Sagan segir að Dómadalur dragi nafn af því að þar hafi verið háð dómþing til að gera út um deilumál milli Skaftfellinga og Rangæinga. Austan Dómadals liggur Dómadalshraun, sandorpið hrafntinnuhraun. Fyrrum töluðu Skaftfellingar um dómadalsvitleysu er þeim þótti vitleysan keyra úr hófi.

Dómadalur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands