Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Apavatn

Stöðuvatn í Laugardal og Grímsnesi. Apavatn er 13,6 km² og víðast grunnt. Í því er silungsveiði. Sagt er að eitt fornskáld Íslendinga, Sighvatur Þórðarson sem uppi var á 11. öld, hafi hlotið skáldgáfu sína af því að éta undarlegan fisk er hann veiddi í Apavatni. Tveir samnefndir bæir eru við Apavatn, Efra- og Neðra-Apavatn. Á Neðra-Apavatni urðu þau tíðindi árið 1238 sem segir frá í Sturlunga sögu að þar hittust Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Þar sveik Sturla Gissur, tók hann höndum og lét hann sverja utanferð sína og að halda trúnað við sig. Taldi Gissur Sturlu hafa ætlað að taka sig af lífi þótt ekki yrði úr því. En í ágúst sama ár söfnuðu Gissur og vinir hans liði, fóru að Sturlu og Sighvati föður hans á Örlygsstöðum í Skagafirði og drápu þá þar.

Place_685_1___Selected.jpg
Apavatn
GPS punktar N64° 10' 14.866" W20° 40' 16.226"

Apavatn - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Heiðarbraut 22
Íbúðir
 • Heiðarbraut 22
 • 801 Selfoss
Hótel Edda ML Laugarvatn
Hótel
 • Menntaskólinn
 • 840 Laugarvatn
 • 444-4810
Golden Circle Apartments
Gistiheimili
 • Laugarbraut 1, 3 & 5
 • 840 Laugarvatn
 • 537-8060
Miðdalskot Cottages
Sumarhús
 • Miðdalskot
 • 801 Selfoss
Tjaldsvæðið Laugarvatni
Tjaldsvæði
 • Háholt 2c
 • 840 Laugarvatn
 • 615-5848
Öldubyggð 13
Sumarhús
 • Öldubyggð 13
 • 801 Selfoss
 • 660-8211
Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn
Hótel
 • 444-4820
Þóroddsstaðir 4
Sumarhús
 • Þóroddsstaðir 4
 • 801 Selfoss
Gallerí Laugarvatn / veitingar
Sýningar
 • Háholt 1
 • 840 Laugarvatn
 • 486-1016, 486-1017, 847-0805
Árvegur 8
Heimagisting
 • Árvegur 8
 • 801 Selfoss
Tjaldsvæðið Borg
Tjaldsvæði
 • Borg, Grímsnesi
 • 801 Selfoss
 • 767-3411
Minniborgir Cottages
Sumarhús
 • Grímsnes
 • 801 Selfoss
 • 486-1500, 863-3592
Farfuglaheimilið Laugarvatni
Farfuglaheimili og Hostel
 • Dalbraut 10
 • 840 Laugarvatn
 • 486-1215, 899-5409
Hagi II
Bændagisting
 • Hagi 2
 • 801 Selfoss
 • 847-2930, 482-2929

Aðrir

Golfklúbburinn Dalbúi
Golfvellir
 • Miðdalur
 • 840 Laugarvatn
 • 893-0200, 893-0210
IceThor.is
Ferðasali dagsferða
 • 766-0123
Sundlaugin á Laugarvatni
Sundlaugar
 • Íþróttahús Bláskógarbyggðar, Hverabraut 2
 • 840 Laugarvatn
 • 480-3041
Minniborgir Cottages
Sumarhús
 • Grímsnes
 • 801 Selfoss
 • 486-1500, 863-3592

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn