LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sjósókn á Suðurlandi

sjosokn.jpg
Sjósókn á Suðurlandi

Sjósókn á sandi

Suðurströndin er svo gott sem hafnlaus; lélegar hafnir eru á Eyrarbakka og Stokkseyri og síðan er hafnleysi austur að Höfn í Hornafirði. Ekki má samt gleyma Vestmannaeyjum, þar er góð höfn í Heimaey og hafa Eyjar um aldir verið helsti útgerðarstaðurinn á Suðurlandi. Útræði hefur og lengi verið frá Þorlákshöfn.

Á umliðnum öldum hefur þessi hafnlausa strönd orðið hinsti hvílustaður margra skipa, bæði útlendra og innlendra. Ferjuhöfn til að sinna Eyjasiglingum var vígð á Landeyjasandi árið 2010. Vegna staðsetningar hennar koma reglulega upp vandamál vegna sandburðar inn í höfnina. Í byrjun mátti rekja stóran hluta sandburðarins til aukins framburðar úr Markarfljóti vegna Eyjafjallajökulsgossins sama ár og höfnin var vígð.

Á opnum árabátum við brimasama strönd

Áður fyrr var mikið útræði á Suðurströndinni á opnum árabátum, sennilega mest úr Mýrdal og undan Eyjafjöllum. Útræðið var snar þáttur í atvinnulífi sveitanna og þeirra aðalbjargræði í hörðum árum. Sjósókn er þar nú löngu aflögð, enda var hún lífshættuleg og fórust margir bátar og sjómenn drukknuðu í brimgarðinum, þegar verið var að lenda eða leggja af stað frá hafnlausri sandströndinni.

Verstöðin Þorlákshöfn

Þorlákshöfn var dæmigerð verstöð, þangað komu bændur og vinnumenn úr öðrum landshlutum á vertíð, oftast vetrarvertíð, sem stóð frá 2. febrúar til 11. maí.  Í Þorlákshöfn er góð náttúruleg höfn og skammt í fengsæl fiskimið. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 30-40 skipum frá Þorlákshöfn og hafa því íbúarnir verið um 3-400 yfir vertíðina og bjuggu þeir í verbúðum, byrgjum sem hlaðin voru úr grjóti og torfi. Menn höfðu með sér skrínukost að heiman. Þetta úthald reyndi bæði á sál og líkama vermanna, en þeir styttu sér stundir í landlegum við leiki, kveðskap og söguðu sögur.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn