Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Menningarkort Suðurlands

kortid_mynd.jpg
Menningarkort Suðurlands

Landshlutinn hefur margt að bjóða hvað varðar menningu, sögu og listir. Á hinum fjölmörgu söfnum á svæðinu er að finna fróðleik um eldfjöll, jökla og náttúru, bókmenntir og skáld, sjósókn og lífríkið í sjónum, veiði, skák, steina, mosa að viðbættri fjölbreyttri sögu ýmissa þorpa og bæja á Suðurlandi. Kynntu þér virkjun og nýtingu varma og hvernig er að búa á hverasvæði. Skoðaðu myndlist, trélist og íslenska byggingalist eða kíktu inn hjá síðustu hellisbúunum á Suðurlandi.  

Á Menningarkorti Suðurlands má sjá yfirlitsmynd af Suðurlandi og gagnlegar upplýsingar um söfn, setur og sýningar á svæðinu.

Menningarkort Suðurlands gildir árið 2019 og hefur verið dreift inn á öll heimili á Suðurlandi. Þá verða söfn og sýningar sem eru þátttakendur í kortinu með eintök hjá sér.

Afsláttur er veittur gegn framvísun menningarkortsins fyrir alla þá sem viðkomandi greiðir fyrir. 
Afslættir gilda ekki með öðrum afsláttum t.d. hópafsláttum.

 

 

Hveragarðurinn í Hveragerði

Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti.
Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt.

Þar er hægt að sjóða egg og fá hverabakað rúgbrauð. Skoða gróðurhúsið og lesa um ruslahver með skemmtilega sögu svo er hægt að fara í fótabað og leirfótaböð á sumrin.

Símanúmer er 483-5062

https://www.facebook.com/Geothermalpark/

Aðrir

Veiðisafnið
 • Eyrarbraut 49
 • 825 Stokkseyri
 • 483-1558, 896-6131
Íslenski bærinn
 • Asutur-Meðalholt
 • 801 Selfoss
 • 694-8108, 864-4484, 892-2702
Tré og List
 • Forsæti 5
 • 801 Selfoss
 • 894-4835
Þjóðveldisbærinn á Stöng
 • Þjórsárdalur
 • 801 Selfoss
 • 488-7713, 488-7700
Gestastofan Eyrarland
 • Eyrarland
 • 871 Vík
 • 821-1316

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn