LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Listamenn frá Suðurlandi

listamenn.jpg
Listamenn frá Suðurlandi

Listamenn frá Suðurlandi

Margir þjóðþekktir listamenn eiga uppruna sinn á Suðurlandi. Meðal þeirra þekktustu má nefna Jóhannes S. Kjarval listmálara, hann fæddist á Efri-Ey í Meðallandi, Þórbergur Þórðarson rithöfundur, fæddist á Hala í Suðursveit, Páll Ísólfsson tónskáld og dómorganisti, fæddist í Símonarhúsum á Stokkseyri, Ásgrímur Jónsson listmálari fæddist á Rútsstöðum í Flóa, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, fæddist á Eyrarbakka, Nína Sæmundsson myndhöggvari, fæddist í Fljótshlíð, Einar Jónsson myndhöggvari, fæddist á Galtafelli í Hrunamannahreppi og Júlíana Sveinsdóttir listmálari, fæddist í Vestmannaeyjum. Myndlistarmaðurinn Erró, Guðmundur Guðmundsson, ólst upp á Kirkjubæjarklaustri.

Listamannabærinn Hveragerði

Þegar Hveragerðisbær var í uppbyggingu, var hann vinsæll meðal rithöfunda, tónskálda, listmálara og annarra listamanna. Þar bjuggu meðal annarra rithöfundarnir Gunnar Benediktsson, Helgi Sveinsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson og Valdís Halldórsdóttir, myndlistarmennirnir Gunnlaugur Scheving, Ríkarður Jónsson, Höskuldur Björnsson og Kristinn Pétursson og tónskáldið Ingunn Bjarnadóttir.

Listamennirnir settust flestir að við þrjár götur vestarlega í þorpinu eins og það var á þeim tíma: við Laufskóga sem var gata tónskáldanna, Frumskóga þar sem skáldin bjuggu og Bláskóga þar sem myndlistarmenn fundu sér samastað. Finna má fræðslu um þessa listamenn á þeim slóðum þar sem þeir bjuggu, sem og í Lystigarði bæjarins.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn