LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íslenski torfbærinn

islenski-torfbaerinn.jpg
Íslenski torfbærinn

Íslenski torfbærinn

Langhús

Elsta gerð híbýla hér á landi er svokallað langhús, sem hafði einar eða tvennar dyr nærri gafli á framhlið. Á 11. öld stækkuðu húsin og urðu aðalhúsin þá þrjú; skáli eða eldhús, stofa og búr og var aðeins gengt úr skálanum í önnur hús. Árið 1939 fundust leifar um þennan stíl á Stöng í Þjórsárdal. Bærinn lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104. Þar bjó kappinn Gaukur Trandilsson. Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var uppá árið 1974, var reistur þjóðveldisbær í Þjórsárdal, með Stöng sem fyrirmynd.

Hinn hefðbundni torfbær

Hinn íslenski torfbær eða gangnabær þróaðist út frá langhúsunum á 14. öld. Eins og nafnið gefur til kynna þá er torf meginefni bygginganna. Timbur var notað í grindina og klæðningu innanhúss en torf var notað til að mynda veggi og þak. Stundum voru steinar notaðir ásamt torfinu í veggi og steinskífur voru stundum nýttar undir þakið. Á síðari hluta 18. aldar varð til nýr stíll torfbæja, burstabærinn, sem hafði það einkenni að gaflar bæjarhúsanna sneru fram að hlaði.

Byggingarefni

Hinn íslenski torfbær þróaðist út frá langhúsunum, Norður-Evrópskri byggingarhefð, sem fylgdi landnemunum er þeir námu hér land. Moldin var í raun aðalbyggingarefnið, hvort heldur um var að ræða torf- eða steinveggi. Moldinni var troðið þétt milli steins og torfs og gegndi því bæði hlutverki sem burðarás og einangrunarefni. Þessi húsgerð var ekki endingargóð og þurfti oft að endurbyggja bæina.

Torfbæir á Suðurlandi

Nokkrir vel varðveittir torfbæir og tvær torfkirkjur eru þekkt af Suðurlandi. Austur-Meðalholt í Flóa er eitt þeirra. Keldur á Rangárvöllum og torfbær á Skógasafni eru um miðbik landshlutans. Selið í Skaftafelli og guðshúsin tvö, Bænahúsið á Núpsstað og kirkjan á Hofi í Öræfum, eru öll í Skaftafellssýslum. Flest þessara húsa eru í umsjá Þjóðminjasafnsins eða annarra safna. Víða standa útihús í misgóðu ástandi, gerð úr torfi og grjóti, sum enn í notkun. Svonefnd tilgátuhús hafa verið byggð bæði í Skálholti og Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið notuð sem undankomuleið á ófriðartímum.

Þó svo að kjarni húsanna sé frá 19. Öld þá er elsti hluti bæjarhússins elsti verðveitti hluti torfbæjar á Íslandi. Fjöldi útihúsa hafa einnig varðveist á bænum. Þar er jafnframt kirkja sem byggð var af Guðmundi Brynjólfssyni, hreppstjóra, árið 1875.

Kirkjan er úr timbri og járnvarin. Predikunarstóll, altari og ljósaarmar voru smíðaðir af Hirti Oddssyni, snikkara og bónda í Eystri-Kirkjubæ. Altaristaflan sýnir hina heilögu kvöldmáltíð og er eftir Ámunda Jónsson, snikkara í Syðra-Langholti. Viðgerðir fóru fram á kirkjunni á árunum 1956-1957. Gréta og Jón Björnsson sáu þá um að skreyta og mála kirkjuna líkt og þau gerði við Oddakirkju.

Keldur draga nafn sitt af uppsprettum sem koma víða fram á bænum og hefur bærinn og ábúendur hans komið við sögu í mörgum fornum bókmenntum, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu.

Gamli bærinn á Keldum er í umsjón Þjóðminjasafnsins og hægt er að skoða hann daglega á sumrin.

Aðrir

Þjóðveldisbærinn á Stöng
  • Þjórsárdalur
  • 801 Selfoss
  • 488-7713, 488-7700

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn