LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íslendingasögur á Suðurlandi

islendingasogur.jpg
Íslendingasögur á Suðurlandi

Íslendingasögur sem gerast á Suðurlandi

Njáls saga

Það gerast ekki margar íslendingasögur á Suðurlandi, en ein frægasta sagan, ef ekki sú frægasta, og örugglega sú lengsta, er sunnlensk og eru fjölmargir staðir á Suðurlandi öllu nefndir til sögunnar í henni. Þetta er að sjálfsögðu Njála eða Brennu-Njáls saga, kennd við höfðingjann Njál Þorgeirsson á Bergþórshvoli í Landeyjum. Sagan gerist á árunum 950-1020 og segir frá ástum, örlögum, baráttu og hefndum. Sögupersónur Njálu eru fjölmargar og mannlýsingar þykja sérlega glöggar.

Sögusetur

Á Hvolsvelli er Sögusetrið sem að mestum hluta er tileinkað Brennu-Njálssögu og er það við hæfi, þar sem sögusvið þessarar þekktu Íslendingasögu er að mestu leyti í Rangárþingi. Í Sögusetrinu getur þú skoðað sýningu um Njálu, Gallerý Orm, Kaupfélagssafn, og svo nýjasta hluta setursins sem er Refilstofan. Þar er til sýnis 90 m langur refill, Njálurefill, eins konar saumuð myndasaga, byggð á söguefni Njálu. 

Aðrar sögur

Flóamannasaga hefst í Noregi nærri landnámi og heldur síðan áfram með persónum og landnámsmönnum í Flóanum og sérstaklega á Stokkseyri og í Gaulverjabæ. Hún er þekkt fyrir ítarlega lýsingu á ferð aðalpersónunnar, Þorsteins Örrabeinsstjúps til Grænlands. Gunnars saga Keldugnúpsfífls er kennd við Keldunúp á Síðu og gerist hluti hennar á Síðunni. Harðar saga og Hólmverja gerist að einhverju leyti í Grafningi.  Grettis saga teygir anga sína til Suðurlands, þó hún gerist að mestu norðanlands og vestan. Grettir fór huldu höfði í Þórisdal milli Þórisjökuls og Langjökuls í einhver ár.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn