Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Saga og menning

culture-and-people_litil.jpg
Saga og menning

Það er ekki hægt að segja annað en að á Suðurlandi ríki gróskumikið menningarlíf. Ýmis konar listsýningar eru settar upp árið um kring og þá er gríðarlega mikið um tónleika af öllum stærðum og gerðum sem óma um allar sveitir. Áhugaleikfélög eru í flestum þéttbýliskjörnum sem eru iðin við að setja upp sýningar. Kórastarf er afar vinsælt á Íslandi og ótrúlega hátt hlutfall landsmanna annaðhvort í kór eða hefur að minnsta kosti verið það. Þá eru einnig starfrækt þjóðdansafélög, spilaklúbbar, hópar fólks sem kemur saman og kveður rímur og ljóð að ógleymdu starfi bókasafnanna, sem eru iðin við að sinna hverskonar menningarstarfi.

Söfn

Á Íslandi eru allskonar söfn. Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð draugum og ýmsu öðru forvitnilegu.

Sýningar

Það er enginn skortur á hverskonar sýningum vítt og breitt um landið og þær eru tileinkaðar öllu frá leikföngum  upp í jarðskjálfta og eldgos. Listsýningar eru líka fjölbreytilegar og þær má finna á ýmsum vettvangi.

Setur og menningarhús

Víða um land eru menningarmiðstöðvar, þar sem ýmsir listviðburðir og fræðsla fyrir alla aldurshópa, fara fram.

Gestastofur

Við flestar stærri og vinsælli náttúruperlur Íslands eru gestastofur, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og versla minjagripi. Gestastofur eru einnig við ýmis söfn og menningarsetur. 

Handverk og hönnun

Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.

Menningarkort Suðurlands

Landshlutinn hefur margt að bjóða hvað varðar menningu, sögu og listir. Á hinum fjölmörgu söfnum á svæðinu er að finna fróðleik um eldfjöll, jökla og náttúru, bókmenntir og skáld, sjósókn og lífríkið í sjónum, veiði, skák, steina, mosa að viðbættri fjölbreyttri sögu ýmissa þorpa og bæja á Suðurlandi. Kynntu þér virkjun og nýtingu varma og hvernig er að búa á hverasvæði. Skoðaðu myndlist, trélist og íslenska byggingalist eða kíktu inn hjá síðustu hellisbúunum á Suðurlandi.  

Á Menningarkorti Suðurlands má sjá yfirlitsmynd af Suðurlandi og gagnlegar upplýsingar um söfn, setur og sýningar á svæðinu.

Menningarkort Suðurlands gildir árið 2019 og hefur verið dreift inn á öll heimili á Suðurlandi. Þá verða söfn og sýningar sem eru þátttakendur í kortinu með eintök hjá sér.

Afsláttur er veittur gegn framvísun menningarkortsins fyrir alla þá sem viðkomandi greiðir fyrir. 
Afslættir gilda ekki með öðrum afsláttum t.d. hópafsláttum.

 

 

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn