Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðaþjónustan Úthlíð - Fjallhestar

Ferðaþjónustan í Úthlíð og stendur í jaðri óspiltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík og þaðan er stutt til margra áhugaverðra staða eins og Gullfoss og Geysis. Bláa kirkjan vísar veginn.
Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta.
Þar er Úthlíðarkirkja, sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur, orlofshús sem hægt er að leigja til lengri og/eða skemmri tíma og hestaferðir með leiðsögn júní - ágúst, panta þarf hesta með fyrirvara.

Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Úthlíðarvöllur 9 70
Vinsamlegast hafið samband vegna annarrar þjónustu. Stuttar hestaferðir með leiðsögn í boði eftir samkomulagi.

Vinsamlegast hafið samband vegna annarrar þjónustu.

Ferðaþjónustan Úthlíð - Fjallhestar

Bláskógabyggð

GPS punktar N64° 16' 34.859" W20° 26' 57.853"
Sími

844-4626

Fax

486-8776

Vefsíða www.uthlid.com
Gisting 42 Rúm / 8 Hús
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Hestaferðir Athyglisverður staður Gönguleið Sumarhúsaleiga Svefnpokapláss Orlofshúsahverfi Bensínstöð Veitingastaður Tjaldsvæði Sundlaug Aðgangur að interneti Þvottavél Golfvöllur Kirkja Tekið við greiðslukortum Bar

Ferðaþjónustan Úthlíð - Fjallhestar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

IceThor.is
Ferðasali dagsferða
 • 766-0123
Iceland Riverjet
Bátaferðir
 • Skólabraut 4 - Reykholt
 • 801 Selfoss
 • 863-4506, 863-4505
Golfklúbburinn Dalbúi
Golfvellir
 • Miðdalur
 • 840 Laugarvatn
 • 893-0200, 893-0210
Sundlaugin á Laugarvatni
Sundlaugar
 • Íþróttahús Bláskógarbyggðar, Hverabraut 2
 • 840 Laugarvatn
 • 480-3041
Golfklúbburinn Geysir
Golfvellir
 • Haukadalur
 • 801 Selfoss
 • 486-8733
Við Faxa
Tjaldsvæði
 • Heiði
 • 801 Selfoss
 • 774-7440
Náttúra
19.96 km
Gullfoss

Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.
Sigríður Tómasdóttir var fædd í Brattholti 1871, bærinn var þá afskekktur en þangað komu þó gjarnan ferðamenn.
Sigríður fylgdi of ferðamönnum að fossinum og lagði ásamt systrum sínum fyrsta stíginn að fossinum.
Þegar menn fóru að sækjast eftir yfirráðum fallvatna til virkjanaframkvæmda um aldamótin 1900 háði Sigríður harða baráttu gegn því að Gullfoss yrði virkjaður.

Náttúra
5.48 km
Brúará

Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. Brúará kemur upp á Rótasandi en aðalupptökin eru þó í djúpu gljúfri milli Högnhöfða og Rauðafells. Þar heita Brúarárskörð. Fossar vatn víða úr gljúfurveggjunum niður í ána. Á löngu svæði liggur mjó og djúp gjá eftir miðri ánni. Tekur hún mestallt vatnið. Gjáin er mynduð við það að áin hefur grafið skessukatla í árbotninn og katlarnir étið sig hver inn í annan í keðju og myndað þannig samfellt gljúfur. Fyrrum var sett trébrú yfir gjána og rann þá vatn við báða enda hennar. Var þá vaðið um hrægrunnt vatn að brúnni beggja vegna. Þrír fossar eru í Brúará en ekki sérlega háir. Efstur þeirra er Brúarfoss þar sem áin steypist niður í gjána. Þrjár brýr eru nú yfir Brúará: hjá Spóastöðum í Biskupstungum, byggð 1967, Efstadal í Laugardalshreppi, byggð 1966 og sú þriðja, byggð 1961 rétt fyrir neðan Brúarfoss , er á hinum svokallaða Kóngsvegi, milli Efstadals í Laugardal og Úthlíðar í Biskupstungum, skammt frá sumarhúsahverfinu í Brekkuskógi. Þessi brú er eingöngu fyrir skepnur og gangandi fólk. Þar sem hún er lá áður steinbogi yfir Brúará. Í Brúará hjá Spóastöðum var einum Skálholtsbiskupa, Jóni Gerrekssyni, drekkt. Jón var biskup í Skálholti á fyrri hluta 15. aldar. Hann var óþokkamenni og þegar bændur voru búnir að fá sig fullsadda á yfirgangi og óknyttum hans og manna hans stungu þeir honum í poka og færðu hann í Brúará 20. júlí 1433. Rennsli árinnar er mjög jafnt, 50-80 m³/s árið um kring, mælt fyrir neðan Hagaós. Þar hefur mesta flóð mælst 300 m³/s.

Náttúra
10.55 km
Geysir

Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274, að í Eyrarfjalli (Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru." Kísilúrfellingar hafa myndað talsverðan hól umhverfis hverinn. Skál hans er u.þ.b. 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Öldum saman gaus Geysir og laðaði til sín ferðamenn. Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög af honum og síðan 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa upp vatni óreglulega, þó jókst kraftur hans að nýju eftir jarðskjálftahrinu á Suðurlandi árið 2000. Hæstu gosin voru á milli 40 og 80 m. Tugir hvera eru á svæðinu, sumir goshverir eins og Geysir. Þeirra helztir eru Strokkur, sem gýs reglulega með 3-5 mínútna millibili, og Smiður, sem lætur lítið á sér bera. Hverasvæðið er afgirt og friðlýst og í umsjá Náttúrustofu.

Aðrir

Gallerí Laugarvatn / veitingar
Sýningar
 • Háholt 1
 • 840 Laugarvatn
 • 486-1016, 486-1017, 847-0805
Minjasafn Emils Ásgeirssonar
Söfn
 • Gröf
 • 845 Flúðir
 • 486-6634, 899-9334

Aðrir

Aratunga félagsheimili
Skyndibiti
 • Aratunga
 • 810 Hveragerði
Café Mika
Veitingahús
 • Skólabraut 4
 • 801 Selfoss
 • 486-1110
Tjaldsvæðið við Faxa
Tjaldsvæði
 • Biskupstungur
 • 801 Selfoss
 • 774-7440
Við Faxa
Tjaldsvæði
 • Heiði
 • 801 Selfoss
 • 774-7440
Hótel Edda ML Laugarvatn
Hótel
 • Menntaskólinn
 • 840 Laugarvatn
 • 444-4810
Gallerí Laugarvatn / veitingar
Sýningar
 • Háholt 1
 • 840 Laugarvatn
 • 486-1016, 486-1017, 847-0805
Geysir Glíma
Veitingahús
 • Geysir, Haukadalur
 • 801 Selfoss
 • 481-3003
Gistiheimilið Flúðum
Gistiheimili
 • Grund
 • 845 Flúðir
 • 565-9196, 896-1286, 896-7394
Gullfosskaffi
Kaffihús
 • Gullfoss
 • 801 Selfoss
 • 486-6500

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn