Flýtilyklar
Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri
Kirkjubær
Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Bændagisting
Hunkubakkar
Hótel
Icelandair Hótel Klaustur
Hótel
Hótel Laki / Efri-Vík sveitahótel
Hótel
Hótel Geirland
Aðrir
- Hörgsland I
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 487-6655, 894-9249
- Seglbúðum
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 697-6106
- Kirkjubær 2
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 894-4495
- Syðri-Steinsmýri
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 694-1259, 858-7657
- Dalshöfði
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 487-4781, 861-4781
- Klausturvegur 1-5
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 567-7600
- Arnardrangur
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 620-5006
- Við Geirlandsveg
- 880 Kirkjubæjarklaustur
- 487-4675, 861-7546
Náttúra
Dverghamrar
Dverghamrar eru skammt austan við Foss á Síðu. Þetta eru sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti. Ofan á stuðlunum er víða það sem kallast kubbaberg. Landslagið er talið hafa fengið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Þá var sjávarmál hærra og er talið að brimsvörfun hafi valdið þessu sérkennilega útliti hamrana. Dverghamrar eru friðlýst náttúruvætti. Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni þegar basaltbráð kólnar smám saman eftir fullstorknun þannig að bergið dregst saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornrétt á kólnunarflötinn.
Náttúra
Fjaðrárgljúfur
Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt, um 100 metra djúpt og um tveir kílómetrar að lengd. Gljúfrið er veggbratt, örlítið hlykkjótt og þröngt. Berggrunnurinn í Fjaðrárgljúfri er að mestu móberg frá kuldaskeiðum ísaldar og telst um tveggja milljóna ára gamalt. Fjaðrá á upptök sín í Geirlandshrauni og fellur fram af heiðarbrúninni í þessu mikilfenglega gljúfri þar til hún skilar sér niður í Skaftá. Fjaðrá er bergvatnsá og ljóst er aðhún hefur breyst mikið í tímans rás. Í dag er Fjaðrá oftast frekar vatnslítil og því geta göngumenn hæglega kosið að ganga inn gljúfrið en þá þarf að vaða ánna alloft, innst í gljúfrinu eru fossar svo ganga þarf sömu leið til baka. Flestir velja að ganga eftir göngustíg uppi á gljúfurbarminum og njóta um leið útsýnisins yfir gljúfrið. Fjaðrárgljúfur er á náttúruminjaskrá.
Myndun Fjaðrárgljúfurs
Talið er að Fjaðrárgljúfur hafi myndast við lok síðasta jökulskeiðs eða fyrir um níu þúsund árum. Þegar jökullinn hörfaði myndaðist lón í dalnum á bak við bergþröskuld en afrennslisvatn úr lóninu rann þar sem nú er Fjaðrárgljúfur. Jökulár frá jaðri jökulsins báru fram mikið af seti í lónið en áin sem rann frá því gróf sig niður í þröskuldinn og ofan í móbergið framan við hann. Þegar vatnsfallið var sem stærst var það öflugt við gljúfurgröftinn. Að því kom að stöðuvatnið fylltist af framburði jökulvatnanna og afl árinnar dvínaði. Þegar stöðuvatnið var orðið fullt hóf áin að grafa sig í setlögin sem hún hafði áður skilið eftir sig í dalnum. Malarhjallar beggja vegna í dalnum segja til um upphaflegu hæð og staðsetningu stöðuvatnsins og djúp rás í móberginu ber þögult vitni um afl náttúrunnar.
Örnefnið Fjaðrá hefur oft vafist fyrir mönnum en telja sumir að hér hafi eitt sinn verið fjörður og hafi áin borið nafnið Fjarðará í upphafi. Á þessu eru skiptar skoðanir og kannski búa ferðalangar yfir betri útskýringu á nafninu?
Upplýsingar um fleiri staði í nágrenninu: www.katlageopark.is