Flýtilyklar
GlacierAdventure ehf.
GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 12km frá Jökulsárlóni, það er rekið af tveim ungum fjölskyldum sem eru fædd og uppalin á Hala og Höfn. Við sérhæfum okkur í ferðum á svæðinu í Ríki Vatnajökuls og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við bjóðum uppá persónulega þjónustu og höfum öryggið alltaf í fyrsta sæti. Það skiptir miklu máli að leiðsögumenn Glacier Adventure þekki svæðið vel og ekki síður söguna þar sem hún gefur ferðinni ákveðinn ævintýrablæ þar sem farið er yfir það hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Í okkar ævintýraferðum er ýmislegt í boði eins og jöklaganga, íshellaskoðun, ísklifur, fjallgöngur, jeppaferðar og síðan er alltaf hægt að sérsníða ferðarnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðarnar henta hverjum sem er, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða hópar stórir sem smáir.
Skoðaðu myndir frá okkur á Instagram.
www.glacieradventure.is
info@glacieradventure.is
571-4577
Allar okkar ferðar eru farnar frá Þórbergssetri á Hala í Suðursveit
Opið allt árið
Hali
GlacierAdventure ehf. - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands