Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Glacier Adventure ehf.

GLACIER ADVENTURE

Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 12km frá Jökulsárlóni. Við sérhæfum okkur í ferðum á svæðinu í Ríki Vatnajökuls og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við bjóðum uppá persónulega þjónustu og höfum öryggið alltaf í fyrsta sæti. Það skiptir miklu máli að leiðsögumenn Glacier Adventure þekki svæðið vel og ekki síður söguna þar sem hún gefur ferðinni ákveðinn ævintýrablæ þar sem farið er yfir það hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Í okkar ævintýraferðum er ýmislegt í boði eins og jöklaganga, íshellaskoðun, ísklifur, fjallgöngur, jeppaferðar og síðan er alltaf hægt að sérsníða ferðarnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðarnar henta hverjum sem er, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða hópar stórir sem smáir.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure

www.glacieradventure.is
info@glacieradventure.is
571-4577
Allar okkar ferðar eru farnar frá móttökunni okkar á Hala í Suðursveit sem er rétt hjá Jökulsárlóni.

Opið allt árið

Glacier Adventure ehf.

Hali

GPS punktar N64° 7' 45.185" W16° 0' 54.713"

Glacier Adventure ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Breiðá - Jöklarannsóknafélag Íslands
Fjallaskálar
 • 525-4800
Reynivellir II
Sumarhús
 • Reynivellir 2
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1905, 478-1905
Esjufjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands
Fjallaskálar
 • 121 Reykjavík
 • 525-4800
Farfuglaheimilið Vagnsstaðir
Farfuglaheimili og Hostel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1048
Lækjarhús
Bændagisting
 • Borgarhöfn 5
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 867-0493
Gistiheimilið Stekkatún
Bændagisting
 • Skálafell 2
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 474-1255
Kálfafellstaður bed and breakfast
Bændagisting
 • Kálfafellstaður
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-8881, 898-2427
Skálafell
Gistiheimili
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1041, 849-5454
Farfuglaheimilið Vagnsstaðir
Farfuglaheimili og Hostel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1048
Smyrlabjörg sveitahótel
Hótel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1074
Náttúra
12.67 km
Jökulsárlón

Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km leið til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum og eru þeir á floti á vatninu. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 190 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Farvegur árinnar grefst stöðugt niður, þannig að það gætir sjávarfalla í lóninu. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið.

Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Þar er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn og þar er lítið veitingahús. Áætlunarbifreiðar haf viðkomu við lónið á hverjum degi á sumrin, bæði í áætlun og dagsferðum tengdum Skálafellsjökli frá Höfn.

Jökulsárlón hefur verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði frá árinu 2017.

Náttúra
12.42 km
Jökulsá á Breiðamerkursandi

Á er fellur undan Breiðamerkurjökli, því sem næst á miðjum Breiðamerkursandi, og er, þótt hún sé ekki nema á að giska 1500 m löng, í röð vatnsmestu fljóta á landinu. Er meðalrennsli hennar 250-300 m³/s. Um síðustu aldamót var Jökulsá enn styttri, þá var hún aðeins um 1000 m. Áður féll hún beint undan jökli í sjó fram en á seinni árum hefur orðið stórfelld breyting á þessu svæði vegna hlýnandi loftslags. Hefur myndast stórt stöðuvatn milli Breiðamerkurjökuls og jökulöldu, að mestu eftir 1950. Það er hyldjúpt, sem næst 100 m. Er vatnsbotninn langt fyrir neðan yfirborð sjávar og um flóð fellur sjór upp í það. Stórir ísjakar, sem brotnað hafa úr jöklinum, fljóta um vatnið.

Jökulsá var í röð skæðustu vatnsfalla á Suðurlandi. Hefur margt manna drukknað við að reyna að komast yfir hana. Áður var oft farið fyrir upptök árinnar á jökli ef hún reyndist óreið. Var þá þrætt á milli jökulsprungnanna um stórhættulega leið og gat ferðin tekið nokkrar klukkustundir, lengst 14 klukkustundir svo vitað sé. Miklu styttra var að fara á undirvarpi, sléttri íshellu rétt ofan við útfall árinnar úr jöklinum, sem stundum var fært. Um 1870 var hafist handa um að velja og merkja leið yfir jökulinn og var hún stikuð á hverju ári fram til 1941. Árið 1932 var tekið að ferja yfir Jökulsá en á árunum 1966-1967 var hún brúuð. Brúin er 108 m löng. Á hverju ári brýtur mjög á ströndinni framan við brúna og hefur þurft að verja hana og færa veginn ofar í landið.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn