Flýtilyklar
Atlantsflug - flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide's Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5






Upplifðu Ísland frá nýju sjónarhorni - sumartilboð á útsýnisflugi
Komdu í útsýnisflug með Atlantsflugi yfir helstu perlur suðurlands. Í boði eru lengri og styttri ferðir og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í sumar bjóðum við upp á 15-25% afslátt af öllum útsýnisflugum frá Skaftafelli ásamt því að bjóða upp á sérstök tilboð fyrir hópa.
Hægt er að bóka ferðir beint á heimasíðunni okkar www.flightseeing.is eða hafa samband við okkur á netfangið info@flightseeing.is eða í síma 555 1615.
Við erum tilbúin að taka á móti þér og þínum í Skaftafelli og fljúga með ykkur á vit ævintýranna og að sjálfsögðu tökum við á móti ferðagjöfinni.
Atlantsflug - flightseeing.is - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands