Flýtilyklar
Zipline á Íslandi
Zipplínurnar í Vík í Mýrdal eru fyrstu Zipplínur á Íslandi. Ferðin er samsett af léttri gönguferð um fallegt gil með tilheyrandi fossum og íslensku landslagi, tveimur zipplínum og einu (fremur óhefðbundnu) hoppi á línu yfir á. Ferðin er með leiðsögn alla leiðina af viðurkenndum leiðsögumönnum sem eru mjög kunnugir staðarháttum í Mýrdalnum. Línurnar okkar eru settar upp af mjög traustu hollensku fyrirtæki sem hefur sett upp skemmtigarða um alla evrópu og er allur búnaður okkar vottaður og viðurkenndur af óháðum þriðja aðila, samkvæmt ströngustu Evrópulögum.
Stofnnedur og leiðsögumenn hafa allir það sameiginlegt að vera mikið ævintýrafólk og hafa margra ára ferðamennsku undir beltinu. Öll hafa þau rekið ferðaþjónustufyrirtæki, bæði í gistingu, ferðum og ævintýramennsku í allt að 20 ár. Þar á meðal eru hostel rekstur, svifvængjaflug, köfun, ísklifur og fleira.
Ferðin tekur í heildina um 2 klukkutíma, gestir verða að vera orðnir 8 ára og 30 kg. Ferðin hentar fjölskyldum, vinahópum sem og stöku ferðafóki, íslensku sem erlendu.
Lengd: ca. 2 klst.
Fatnaður: Klæðast eftir veðri, gönguskór og flétta sítt hár. Við mælum líka með léttri húfu og hönskum.
Aldur: 8 ára lágmark, ekkert hámark.
Þyngd: 30 - 110kg.
Mæting: Norður-Vík hostel í Vík í Mýrdal.
Ferð byrjar: Sjá tímasetningar og hvað er laust á www.zipline.is
Verð: 14.900 á mann, börn 8-16 ára fá 50% afslátt í fylgd fullorðinna.
Hópar: Hægt að aðlaga tíma að hópum, vinsamlegast sendið email fyrir kjör og bókanir: zipline@zipline.is
Suðurvíkurvegur 5
Zipline á Íslandi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands