Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ribsafari

Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum. Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.

Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.

Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.

Ribsafari

Tangagata 7

GPS punktar N63° 26' 36.575" W20° 16' 19.675"
Sími

661-1810

Vefsíða www.ribsafari.is
Opnunartími 01/05 - 30/09
Þjónusta Opið á sumrin Bátsferðir Tekið við greiðslukortum

Ribsafari - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hótel Eyjar Íbúðahótel
Íbúðir
 • Bárustígur 2
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-3636
Ofanleiti gistiheimili og smáhýsi
Gistiheimili
 • Ofanleitisvegur 2
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 694-2288, 661-1963
Tjaldsvæðið í Vestmannaeyjum
Tjaldsvæði
 • Herjólfsdalur
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 846-9111
Gistiheimilið Árný
Gistiheimili
 • Illugagata 7
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 690-9998
Glamping & Camping
Tjaldsvæði
 • Herjólfsdalur
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 846-9111, 863-4224
Farfuglaheimilið Vestmannaeyjum
Farfuglaheimili og Hostel
 • Vestmannabraut 28
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-2900
Saga og menning
3.12 km
Pompei Norðursins

Eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973 telst án efa til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Gosið hófst þann 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði og á tímabili var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð í eyjum.

Fregnir af gosinu, sem eyðilagði hluta byggðarinnar og breytti landslaginu í Vestmannaeyjum svo um munaði, fóru um heimsbyggðina og þegar því lauk flykktust ferðamenn og vísindamenn allstaðar að úr heiminum á staðinn til þess að sjá með eigin augum hvers náttúruöflin eru megnug.

Nú eru liðin rúm 30 ár frá gosinu og minningin sem og ummerki hinna gífurlegu spjalla sem það vann á eigum Eyjabúa eru smámsaman að mást út, en hraun og aska gossins grófu undir sig á fjórða hundrað hús og byggingar.

Verkefnið sem fengið hefur "vinnuheitið" Pompei Norðursins er hugsað til þess að hlúa að gosminjunum og gera þær sýnilegri. Segja má að hér sé á ferðinni einstakt verkefni í nútíma fornleifauppgreftri, sem á sér fáar, ef einhverjar hliðstæður. Fyrirhugað er að grafa upp 7 - 10 hús sem fóru undir vikur og hófust framkvæmdir seinni hluta júnímánaðar 2005. Þetta er vandasamt og metnaðarfullt verkefni sem unnið verður að næstu árin, en þegar er farið að sjást í fyrsta húsið sem stóð við Suðurveg 25 og næsta skref er að grafa niður á Suðurveg og meðfram götunni. Stefnt er að því að í fyllingu tímans rísi einskonar þorp minninganna, sem sýni á áhrifamikinn hátt hvernig náttúruöflin fóru með heimili fólks. Verkefnið er nú þegar farið að vekja mikinn áhuga fjölmiðla, ferðamanna og vísindamanna hérlendis og erlendis. Það er enginn vafi að þessar framkvæmdir eiga eftir að skipta sköpum fyrir aðdráttarafl ferðamannastaðarins Vestmanna-eyja, því það þykir einstök upplifun að fylgjast með risi Pompei á norðurslóum, á öllum stigum verkefnisins.

Náttúra
2.56 km
Eldfell

Eldfjall á Heimaey skammt fyrir austan Helgafell, um 200 m á hæð. Eldfell myndaðist í gosinu er hófst 23. janúar 1973 og stóð til 26. júní sama ár. Talið er að heildarmagn gosefna hafi verið um 250 millj. m³. Heimaey stækkaði um 2,1 km². Eftir að gosinu lauk hófst hreinsun bæjarins og mun um 2,2 millj. m³ af gosgjalli og um 200 þús. tonn af hraungrjóti hafa verið flutt burt. Nýja hraunið og Eldfell eru um 3,2 km². Í gosinu rann hraunið yfir austurhluta bæjarins og grófust um 400 hús undir ösku og hraun en önnur 400 skemmdust að meira eða minna leyti, um 60% allra húsa bæjarins. Af mannvirkjum, sem eyðilögðust, má nefna sundlaugina og hluta af Skansinum, en svo nefndist virkið sem byggt var við höfnina eftir Tyrkjaránið 1627.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn