Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bátaferðir

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Kajakferðir / Róðrarbretti

Það er skemmtileg upplifun að sigla um á kajak, en margir aðilar um allt land bjóða upp á slíkar siglingar, bæði á sjó og vötnum.

Köfun & Yfirborðsköfun

Fyrir þá ævintýragjörnu og aðra áhugasama er köfun spennandi kostur. Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði í ferskvatni og sjó.

Flúðasiglingar

Fyrir þá sem finnst vanta smá spennu í lífið getur verið skemmtilegt að fara í flúðasiglingu niður ólgandi fljót. Það er ógleymanleg lífsreynsla sem fær hjartað til að slá hraðar.

Hvalaskoðun

Nokkur íslensk fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun. Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Stangveiði

Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.

Sjóstangaveiði

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um land er hægt að komast í slíkar ferðir. 

Dorgveiði

Frá febrúar til aprílloka er hægt að stunda ísdorg. Það sem helst veiðist er urriði eða bleikja. Nokkrum sinnum á veiðitímabilinu eru haldnar dorgkeppnir, víðsvegar um landið.