LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hvað skal sjá og gera

skogafoss-pjp_litil.jpg
Hvað skal sjá og gera

Suðurland er einstakt og sá landshluti Íslands, sem lang flestir ferðamenn sækja heim, þar má finna allt sem gerir Ísland eftirsóknarvert til heimsókna árið um kring. Hér er sagan við hvert fótmál, bæði forn og ný, listsköpun, menning og blómlegt atvinnu- og mannlíf, fjölbreytileikinn óþrjótandi til að njóta útivistar á öllum árstímum, margskonar árstíðabundin afþreying, hrikaleg og stórbrotin náttúran frá fjöru til fjalla.

Sumar, vetur, vor og haust geta ferðamenn fundið eitthvað við sitt hæfi. Á vetrum glitrar sólin á perluhvítan snjóinn, langar myrkar vetrarnætur dansa norðurljósin um stjörnubjart himinhvolfið og tunglið veður í skýjum, þá ríkir fegurðin, þögnin og friðurinn, ógleymanlegt þeim sem fá að upplifa. Ferðalög um hálendið sem og láglendið eru ólýsanlegar ævintýraferðir, jafnt sumar sem vetur.

Bóndinn sinnir um býlið sitt, allan ársins hring er annatími í sveitinni, á vorin klæðist landið sumarskrúða. Útivera og ferðalög taka á sig aðra mynd, gönguferðir, útreiðatúrar, stangaveiði. Náttúran breytir um ásýnd, hverir, hraun, eldfjöll, fossar, hálendið, jöklar, ár og lækir, náttúran og lífið vaknar eftir frosthörkur vetrarins og sveitin skartar sínu fegursta.

Komdu í sunnlenska sveit og sjáðu fegurðina, hlustaðu á vindinn og þögnina, finndu kyrrðina og friðinn og síðast en ekki síst finndu sjálfan þig.

Verið öll velkomin á Suðurland, við tökum vel á móti ykkur !

Afþreying

Á Suðurlandi geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastyttingar og skemmtunar. Hestatengd ferðaþjónusta er óvíða meiri á landinu. Hér fylgir sagan gestum okkar við hvert fótmál, hér var alþingi Íslandinga á Þingvöllum, hér er sögusvið Njálu, hér sátu biskupar landsins í Skálholti. Á Suðurlandi má finna merk söfn, sögusetur, gallerí, handverkshús og fyrir þá sem vilja njóta dagsins utan dyra er hér góð stangaveiði í ám og vötnum, góðir golfvellir og sundlaugar, fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja virkilega njóta útiverunnar.

Óvíða á landinu er náttúran stórbrotnari, fallegir fossar gleðja augað, heitir hverir spúa sjóðandi vatni, eldfjöllin eldi og eimyrju. Við búum í harðbýlu landi og höfum lært að lifa hér af, við bjóðum gestum og gangandi að njóta landsins okkar fagra og náttúrunnar með okkur heimafólkinu og ekki síður að stytta sér stundir við fjölbreytilega dægradvöl.

Veitingar

Fyrir svanga og þyrsta er óþarfi að örvænta, því nóg er af veitingastöðum, kaffihúsum, ísbúðum og djúsbörum um allt land.

Saga og menning

Það er ekki hægt að segja annað en að á Suðurlandi ríki gróskumikið menningarlíf. Ýmis konar listsýningar eru settar upp árið um kring og þá er gríðarlega mikið um tónleika af öllum stærðum og gerðum sem óma um allar sveitir. Áhugaleikfélög eru í flestum þéttbýliskjörnum sem eru iðin við að setja upp sýningar. Kórastarf er afar vinsælt á Íslandi og ótrúlega hátt hlutfall landsmanna annaðhvort í kór eða hefur að minnsta kosti verið það. Þá eru einnig starfrækt þjóðdansafélög, spilaklúbbar, hópar fólks sem kemur saman og kveður rímur og ljóð að ógleymdu starfi bókasafnanna, sem eru iðin við að sinna hverskonar menningarstarfi.

Verslun

Það getur verið skemmtilegt að versla á Íslandi og hér er að finna ýmsar alþjóðlegar verslunarkeðjur og vörur í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Fjölmargar minjagripaverslanir, handverksmarkaði og verslanir sem selja íslenska hönnun er að finna um allt land og stundum hægt að gera góð kaup á spennandi vöru.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn