Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hugmyndir

Hugmyndir

Hvað veitir þér innblástur? Ólgandi haf? Beljandi stórfljót? Norðurljós? Slátur? Láttu Ísland veita þér innblástur. Stórbrotin náttúra prýðir allt landið, en hver landshluti hefur sína sérstöðu.

Þéttbýli

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Aðrir þéttbýlisstaðir á Suðurlandi eru Hveragerði, sem oft hefur verið nefnt blómabærinn, vegna þeirrar ylræktar sem þar hefur verið stunduð um árabil. Í Hveragerði er garðyrkjudeild Landbúnaðarháskóla Íslands og í miðju bæjarins er jarðhitasvæðið Hveragarðurinn. Í Hveragerði er jafnframt að finna jarðskjálftasýningu með jarðskjálftahermi. Stokkseyri og Eyrarbakki eru lítil þorp við sjávarsíðuna skammt frá Selfossi. Eyrarbakki var mikill verslunarstaður á árum áður og þar eru mörg gömul og falleg hús sem setja skemmtilegan svip á bæinn. Á Stokkeyri eru bæði álfa- og tröllasafn og draugasafn, þar sem hægt er að láta hræða úr sér líftóruna. Þorlákshöfn er vaxandi hafnarbær. Þar er nýleg sundlaug með sérlega góðri aðstöðu fyrir yngstu kynslóðina. Flúðir, Reykholt, Laugarvatn eru þéttbýliskjarnar sem tilheyra uppsveitum Suðurlands. Á Flúðum og í Reykholti er mikið um ylrækt og á Flúðum er stærsta svepparæktun landsins. Á Laugarvatni er Laugarvatn Fontana, sem er heilsulind með náttúrulegum gufuböðum. Þjóðvegur eitt liggur gegnum bæina Hellu og Hvolsvöll þar er ýmis þjónusta í boði og margt áhugavert að sjá. Frá Hvolsvelli er meðal annars boðið upp á ferðir um Njáluslóðir, en Njála er ein allra vinsælasta Íslendingasagan. Á Skógum er örsmár þéttbýliskjarni, en þar er afar glæsilegt minjasafn sem er vel þess virði að heimsækja, að ógleymdum Skógafossi. Vík í Mýrdal er sérlega fallegt bæjarstæði, með svartar sandstrendur og hina þekktu Reynisdranga, sem setja mikinn svip á strandlengjuna og bæinn. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamála og rannsókna- og fræðamiðstöðin Kötlusetur. Kirkjubæjarklaustur er sögufrægur staður og í nágrenninu eru fjölmargar náttúruperlur. Á Höfn í Hornafirði, sem stundum er nefnd humarbærinn, er margvísleg þjónusta og allmargir veitingastaðir.

Ferðahugmyndir

Hér má finna nokkrar tillögur að ferðum um Suðurland. Hægt er að nýta þær sem heild eða jafnvel einstaka þætti úr þeim. Ef þú vilt sérsniðna ferð sem hentar þínum þörfum og áhuga þá er hægt að leita til einhverra af fjölmörgum ferðaskrifstofum eða söluaðilum dagsferða á svæðinu.

toyCardsAdvertsLabel

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn