Flýtilyklar
Gönguleiðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. Hægt er að kaupa leiðsagðar gönguferðir hjá ýmsum aðilum á svæðinu en einnig er að hægt að fara hinar ýmsu leiðir á eigin vegum. Gefin hafa verið út gönguleiðakort af nokkrum þeirra og má finna upplýsingar um nokkur þeirra hér.
Í Uppsveitum Árnessýslu er fjölmargar gönguleiðir að finna og má finna upplýsingar um nokkrar þeirra hér og hér.
Í Hveragerði má finna nokkrar gönguleiðir sem henta flestum í fjölskyldunni. Finna má frekari upplýsingar hér.
Í sveitarfélaginu Ölfus eru margar gönguleiðir og má finna upplýsingar um þær hér.
Í Rangárþingi ytra eru margar gönguleiðir sem finna má upplýsingar um hér.
Katla jarðvangur hefur að bjóða þrjú gönguleiðakort, eitt fyrir hvert sveitarfélag; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Á hverju korti eru 15-16 gönguleiðir, misjafnlega erfiðar og langar. Sem dæmi um lengri göngur eru leiðirnar yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum að Þórsmörk, á Tindfjöll, að Gæsavötnum og um Austurafrétt í Mýrdalshreppi og á Lómagnúp og Rauðhólsleið í Skaftárhreppi. Einnig er að finna auðveldar leiðir og fjölskylduvænar svo sem um Landbrotshóla og Skógargangan á Klaustri, um Tumaskóg í Fljótshlíð og heilsustíginn á Hvolsvelli og á Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Gönguleiðakortunum fylgir leiðarlýsing þar sem fram kemur upphafsstaður gönguleiðar, vegalengd, hækkun, erfiðleikastig og áætlaður göngutími. Hægt er að nálgast gönguleiðakortin á öllum upplýsingastöðvum innan jarðvangsins.
Í kringum Kirkjubæjarklaustur má finna ýmsar gönguleiðir sem finna má upplýsingar um hér og hér.
Gönguferðir
Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi.