LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gönguleiðir

myndir_artboard-3-copy-23.jpg
Gönguleiðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. Hægt er að kaupa leiðsagðar gönguferðir hjá ýmsum aðilum á svæðinu en einnig er að hægt að fara hinar ýmsu leiðir á eigin vegum. Gefin hafa verið út gönguleiðakort af nokkrum þeirra og má finna upplýsingar um nokkur þeirra hér.

Í Uppsveitum Árnessýslu er fjölmargar gönguleiðir að finna og má finna upplýsingar um nokkrar þeirra hér og hér.

Í Hveragerði má finna nokkrar gönguleiðir sem henta flestum í fjölskyldunni. Finna má frekari upplýsingar hér.

Í sveitarfélaginu Ölfus eru margar gönguleiðir og má finna upplýsingar um þær hér.

Í Rangárþingi ytra eru margar gönguleiðir sem finna má upplýsingar um hér.

Katla jarðvangur hefur að bjóða þrjú gönguleiðakort, eitt fyrir hvert sveitarfélag; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Á hverju korti eru 15-16 gönguleiðir, misjafnlega erfiðar og langar. Sem dæmi um lengri göngur eru leiðirnar yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum að Þórsmörk, á Tindfjöll, að Gæsavötnum og um Austurafrétt í Mýrdalshreppi og á Lómagnúp og Rauðhólsleið í Skaftárhreppi. Einnig er að finna auðveldar leiðir og fjölskylduvænar svo sem um Landbrotshóla og Skógargangan á Klaustri, um Tumaskóg í Fljótshlíð og heilsustíginn á Hvolsvelli og á Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Gönguleiðakortunum fylgir leiðarlýsing þar sem fram kemur upphafsstaður gönguleiðar, vegalengd, hækkun, erfiðleikastig og áætlaður göngutími. Hægt er að nálgast gönguleiðakortin á öllum upplýsingastöðvum innan jarðvangsins.

Í kringum Kirkjubæjarklaustur má finna ýmsar gönguleiðir sem finna má upplýsingar um hér og hér.

Í Ríki Vatnajökuls er til göngukort sýnir gönguleiðina milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns á Breiðamerkursandi. Gönguleiðin Breiðármörk er hluti af stærra gönguleiðakerfi sem verið er að byggja upp í Austur-Skaftafellssýslu og mun í framtíðinni tengja leiðina allt frá Skaftafelli í vestri yfir að Lónsöræfum í austri.
Gönguleiðin er tæplega 15 km löng og liggur meðfram þrem jökullónum. Á leiðinni fæst innsýn í gróðurfar, fuglalíf
og jarðfræði svæðisins sem og hvernig lífið var áður fyrr á þessu einangraða landsvæði sem hefur í aldanna rás verið undirorpið kröftum skriðjökla og straumþungra jökuláa. 
Göngukortið er hægt að nálgast í Gömlubúð, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn. Hér er hægt að skoða það í pdf.
 
Vatnajökulsþjóðgarður gefur út gönguleiðakort og eru þau aðgengileg í gestastofum þjóðgarðsins í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri, Skaftafelli og Gömlubúð á Höfn.
Gönguferðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn