Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Jöklaafþreying

glacier-activity_litil.jpg
Jöklaafþreying

Ferð upp á jökul getur verið ógleymanlegt ævintýri, en þó ber að hafa í huga að þeir geta verið stórhættulegir og því nauðsynlegt að vera í fylgd reyndra jöklaleiðsögumanna. Nokkur fyrirtæki sjá um skipulagðar jöklaferðir á Suðurlandi, en hægt er að nálgast upplýsingar um þær á netinu, í upplýsingamiðstöðvum ferðamála eða hjá starfsmönnum hótela. Helstu tegundir afþreyingar sem er í boði á Suðurlandi eru: jöklaganga, ísklifur, snjósleðaferðir, íshellaferðir og jeppaferðir.  

Ísklifur

Það er ólíklegt að fólk gleymi fyrsta skiptinu sem það prófaði ísklifur. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á ísklifursferðir vítt og breitt um landið.

Jeppa- og jöklaferðir

Ýmsir ferðaþjónustuaðilar sérhæfa sig í jeppaferðum af ýmsu tagi. Jeppaferð upp á jökul með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Vélsleða- og snjóbílaferðir

Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og ferðir á fjórhjólum. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.

Hundasleðaferðir

Að ferðast um á hundasleða er ævintýraleg upplifun sem að öllum líkindum gleymist seint. 

Jöklaaðgengi

Jöklar landsins eru hluti af hinni kraftmiklu Móður náttúru og þeir geta verið hættulegir. Viðeigandi búnaður og fatnaður skal ávallt hafa forgang í skipulagningu ferða á jökla landsins. Við mælum eindregið með að ferðamenn hafa samband við ferðaskipuleggjendur og leiðsögumenn á svæðunum áður en lagt er af stað upp á jökul. 

Jökulís þekur um 10% af flatarmáli Íslands og rúma jöklar landsins vatn sem jafngildir um það bil 20 ára úrkomu á landið allt. Eitt megineinkenni jökla er að þeir hreyfast. Við skrið jökla, springur yfirborð þeirra ef ísrennslið er hratt. Þetta gerist vegna þess að efstu 20-30 metrar íssins brotna auðveldlega, en hann er þjálli á miklu dýpi. Þess vegna einkenna mikil sprungusvæði marga skriðjökla, en sprungurnar geta orðið allt að 30 metra djúpar. Breytilegt loftslag hefur áhrif á útbreiðslu og hreyfingu jöklanna. Í jöklunum eru margar virkar eldstöðvar, en eldgos og jarðhiti bræða ís og geta valdið jökulhlaupi. Um þriðjungur þess vatns sem fellur til sjávar af Íslandi, er jökulvatn. Aðgengi að íslenskum jöklum er nokkuð mismunandi, en þó er mögulegt að heimsækja flesta þeirra.

Langjökull er næststærsti jökull landsins. Aðgengi að jöklinum er með því besta sem gerist, en þó ætti enginn að reyna að aka upp á jökul á eigin vegum. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á ferðir þar sem ekið er upp á jökulinn á sérútbúnum bílum og reyndir jöklaleiðsögumenn eru alltaf með í för. Í boði eru ökuferðir, gönguferðir og snjósleðaferðir. Gígjökull er skriðjökull sem gengur norður úr Eyjafjallajökli. Eftir gosið 2010 er lítið eftir af jöklinum og engar skipulagðar ferðir þangað. Þó er hægt að virða jökulinn fyrir sér úr fjarlægð á leiðinni inn í Þórsmörk. Sólheimajökull tilheyrir Mýrdalsjökli. Hann er mjög aðgengilegur og mögulegt að aka venjulegum fólksbílum alla leið að honum, en þar er bílastæði. Boðið er upp á gönguferðir allt árið um kring. Jökullinn er tiltölulega auðveldur yfirferðar og ættu ferðirnar að henta flestum frá 10 ára aldri, með viðeigandi búnað meðferðis. Svínafellsjökull tilheyrir þjóðgarðinum í Skaftafelli, en þaðan er farið upp á jökulinn, ferðir eru í boði allan ársins hring og henta fólki frá 8 ára aldri.  Fjallsárjökull er hluti af Vatnajökli. Í boði eru ferðir þar sem ekið frá Skaftafelli og upp að Fjallsárlóni og þaðan er gengið á jökulinn. Jökulsárlón er rétt við þjóðveg 1 og þar er þjónustumiðstöð sem er opin allt árið. Boðið er upp á siglingar um lónið frá mars og fram í nóvember. Fláajökull er einn skriðjöklanna sem ganga suður úr Vatnajökli. Hægt er að ganga inn að Fláajökli frá þjóðvegi 1. Gönguleiðin hefst við Brunnhólsá og er um 6 km. Einnig er hægt að aka inn að Sandatúnum og stytta þannig leiðina. Heinabergsjökull er hluti af Vatnajökli. Heinabergssvæðið sem staðsett er milli Hafnar og Skaftafells, er vel aðgengilegt fólksbílum, en það er bílastæði við jökulinn. Hoffellsjökull er enn einn jökull sem tilheyrir Vatnajökli og hann fer ört hopandi. Í dældinni sem jökullinn hefur skilið eftir sig hefur myndast lón, sem mun með tímanum breytast í stöðuvatn. Hoffellsjökull er skammt frá Höfn í Hornafirði og það er hægt að aka að rótum hans á fjórhjóladrifnum jeppum.

Ferð upp á jökul getur verið ógleymanlegt ævintýri, en þó ber að hafa í huga að þeir geta verið stórhættulegir og því nauðsynlegt að vera í fylgd reyndra jöklaleiðsögumanna. Nokkur fyrirtæki sjá um skipulagðar jöklaferðir á Suðurlandi, en hægt er að nálgast upplýsingar um þær á netinu, í upplýsingamiðstöðvum ferðamála eða hjá starfsmönnum hótela. 

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn