Fara í efni

Austur Skaftafellssýsla hefur ætíð verið landbúnaðarhérað. Það var heldur rýrt á árum áður en eftir 1980 var farið að auka ræktun og þá einkum á söndunum. Þó ekki hafi verið fjölmenni hér áður fyrr var landbúnaðurinn ekki nóg til að framfleyta íbúunum.

Í allri sýslunni var sjósókn og átti hún það sameiginlegt að lendingarskilyrði voru slæm en fiskimið góð. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er sagt frá kolaveiðum í lónum innan við ósa í Lóni og Hornafirði og að í Öræfum og Suðursveit var þorskur veiddur.

Fáum sögum fer af baunum hér á landi framan af, en á 18. öld er töluvert flutt inn af þeim. Á 19. öld og fram á þá 20. eru baunaréttir úr heilbaunum sums staðar hefðbundinn hátíðamatur t.d. smjörbaunir og pokabaunir sem voru Þorláksmessumatur á Suðausturlandi

Ostagerði í A. Skaft: Mjólk hituð og hleypir látinn í. Hleypir var úr kálfsvinstur sem var blásinn upp og bleyttur með saltvatni.  Vandlega hrært í sundur þegar vel var hlaupið og látið setjast í botninn. Mysan ausin ofan af, ostur látinn í stórt ílát og mysan kreist úr honum. Osturinn er svo pressaður yfir nótt. Látinn í saltpækil og geymdur í nokkra mánuði og athuga að engin sól skíni á.

Hornafjörður

Miklar jökultungur setja svip sinn á svæðið og er fágætt að finna jökla svo nálægt byggðalagi. Hér má finna hreindýrahjarðir, sérstaklega á veturna og snemma á vorin, þá halda þær sig helst á láglendinu.

Þetta er eitt vatnsmesta svæði landsins, bæði vegna úrkomu og vegna bráðnunar frá Vatnajökli. Making it pure, fresh and sustainable.

Höfn er þekkt fyrir humarinn sinn en þar má einnig finna grænmeti ræktað í héraði, framleiddur sveitaís og kjötvörur.

Í Austur Skaftafellssýslu hefur hert lúra eða koli verið vinsæl. Kolinn er þurrkaður, settur á eldvél og bakaður báðum megin. Næst var honum nuddað milli handanna og settur undir kalt vatn og borinn á borð. Þótti herramannsmatur.

Öræfi

Öræfin eru mótuð af rofi jökla og vatns, skriðjöklar koma niður af Öræfajökli og jökulárnar voru mikill farartálmi á árum áður. Tvö gos hafa sett mikinn svip sinn á svæðið, 1363 og 1727. Fyrir fyrra gosið hét svæðið Litla Hérað en gosið var mesta vikurgos á Íslandi eftir landnám. Mikil veðursæld er í Skaftafelli sem er í skjóli frá Öræfajökli og þar er gróðurfar fjölbreytt með birki, reyni og miklum botngróðri.

Mikið af jökulaurum í Öræfum eftir hlaup úr jöklinum en eru þau óðum að gróa upp. Mikilvægustu varpstöðvar skúms við norðanvert Atlantshaf er þar. Skeiðará var brúuð 1974 en var áður mikill farartálmi.

Í Ingólfshöfða er mikið fuglalíf, þar má meðal annars finna langvíu, álku, fýl og lunda. Voru fuglaveiðar og eggjatínsla til 1930. Einnig var róið frá Ingólfshöfða fram á miðja 18. öld. Enn má sjá rústir verbúða þar og einnig segja nokkur örnefni sína sögu, til dæmis Skiphellir og Árabólstorfa. Lendingarskilyrði við höfðann spilltust eftir Skeiðarárhlaup.

Kaupfélag Skaftfellinga var stofnað 1918 og hófust þá vöruflutningar á 60 tonna vélbátnum Skaftfellingi frá Reykjavík til Víkur, að Skaftárós, Hvalsíki og Ingólfshöfða. Öræfingar voru með deild þar og komu upp vörugeymsluhúsi við Salthöfða í landi Fagurhólsmýrar. Þar voru bæði geymdar vörur en einnig var fé slátrað það. Húsið var kallað Búðin. Lyktin þar einkenndist af kryddvörum og ávöxtum: sveskjum og rúsínum. Lítið hefur verið um ferska ávexti til dæmis epli og appelsínur. Í vikursköflum sem komu úr gosi var saltkjöt í tunnum geymt. Vikurskaflarnir voru mjög einangrandi og þar var hægt að geyma kjötið þar til skip gátu flutt það á markaði næsta sumar.

Engin mjólkurframleiðsla er í Öræfum. Meðan enn var smá mjólkurbúskapur kom upp sú hugmynd að vinna osta innan svæðið þar sem mikill kostnaður var fyrir MS að sækja mjólk í Öræfin. Það var þó ekki talið fýsilegt að hafa fullbúna framleiðslu en einn aðili gæti þó byrjað rólega og þreifað sig áfram á þessu sviði. Fólk borgar hátt verð fyrir sérstöðu og gæði og stór markaður er á svæðinu.

Veitingarekstur í Skaftafelli: strembin útgerð, allt gert út frá Hornafirði. Langt að sækja alla aðdrætti, vilja hafa ferskan fisk og gera humarsúpuna úr eigin soði sem er löguð á Höfn (Glacier goodies).

Í Skaftafelli hafa verið framleiddar og seldar hráverkaðar pylsur og vöðvi úr ærkjöti,  Skaftafell deilcatessen en lítið hægt að sjá á netinu hvort sé enn í gangi eða ekki.

ÁRSTÍÐIR: Rúgbrauð/pottbrauð var soðið og bakað flatbrauð einu sinni í viku. Blóðmör frá árinu áður var enn étinn og góður í ágúst. Sulta gerð úr hausum og löppum og lifrapylsa en það geymdist ekki jafn lengi og blóðmörin. Geldingi slátrað í júlí svo ekki þyrfti að borða eldra saltkjöt. Sjóbirtingur í júní og fugl í Ingólfshöfða og var það nýtt öðru hverju allt sumarið. Ekki var mikið um nýjan fisk. Öræfingar stunduðu þorskveiði á vorin og sumrin frá Ingólfshöfða samkv. Ferðabók Eggerts og Bjarna.

Suðursveit

Sveitin er 50 km löng strandræma milli Vatnajökuls og Atlantshafsins.

Á bæjum gáfu sauðkindin tekjur á heimilið. Þar sem haglendi sveitarinnar var hrjóstrugt var erfitt að fjölga þeim nema með því að fórna fallþunga. Fáar kýr og afurðalitlar. Smjör og mjólk var til heimilisnota. Á fráfærudaginn var stundum tilbreyting í mat og þá hafður rúsínuvellingur eða kaffi og sætabrauð.

Byggðin notfærði sér margs konar hlunnindi eins og fisk- og hvalreka, eggjatöku, fuglaveiði, silungsveiði í ám og vötnum, lúruveiði við ósa og fiskveiði á sjó.

Svo lengi sem menn muna hafa sjóróðrar verið stundaðir í Suðursveit enda stutt í góð fiskimið. Mörg bú voru lítil svo þröngt var um matbjörg á mörgum heimilum ef veiði brást. Á sumrin var silungsveiði og kríueggjaleit. Á veturna voru rjúpur veiddar ef þær komu niður á láglendi. Allir bændur áttu hlut í skipi sem var mikil björg í bú þegar vel áraði, einnig gat fiskreki hjálpað og sílahlaup á land. Fyrir aldamót 20. aldar voru hákarlaveiðar stór þáttur í sjósókn í sveitinni. Konur unnu að aflanum, slægðu og flöttu fisk. Harðfiskur var borðaður flesta daga á árinu og einnig hákarl meðan hann var veiddur. Hann var talinn mjög heilsusamlegur.