Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjölskylduferð í Uppsveitum

fjolskylda_uppsveitir1.jpg
Fjölskylduferð í Uppsveitum

Börn á öllum aldri skemmta sér vel  í Uppsveitunum, þar er margt hægt að gera.
Þar eru dýragarðar, hestaferðir, opin gróðurhús, opin fjós, opinn sveitabær, gönguferðir í skóginum eða upp á fell.  Útivist,  sund, veiði,  golf, fótboltagolf, frisbígolf, ærslabelgur, leikvellir og íþróttavellir.

Gisting
Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar
www.sveitir.is
www.south.is

Afþreying

Söfn/sögustaðir/sýningar fyrir fjölskylduna

Útivist / Gönguferðir/stígar

 • Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is
 • Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is
 • Þeir sem hafa áhuga á fuglum geta fundið fjölmargar tegundir í uppsveitunum. 
 • Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum.
 • Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi, Laugarvatni og í Þjórsárdal eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða.
 • Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir. 
 • Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna.

Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is

Dýragarðar

Sveitaheimsókn

 • Vorsabær II, Skeiðum,  tekið á móti gestum á sveitabæ blandað bú, orlofshús. www.vorsabae2.is Gestir geta skoðað dýrin, teymt undir börnum.
 • Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. www.efstidalur.is
 • Garðyrkjubýlið Friðheimar, fræðsla um jarðhita og garðyrkju og veitingar í gróðurhúsi.  
  Hestasýningar skv. pöntun.  www.fridheimar.is 

 Hestar

Sund - Gufa
Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Neslaug Árnesi,
Skeiðalaug Brautarholti, Laugarvatn Fontana www.fontana.is
Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug  Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is

Fótboltagolf
Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur  https://www.facebook.com/fotboltagolf/

Leikvellir
Lækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolf
Íþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni.

Golf
Fjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar.
Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð,
Dalbúi Miðdal.

Önnur afþreying

Áhugaverðir staðir
Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur, Þjórsárdalsskógur, Þjórsárdalur, Þjóðveldisbærinn,  Hjálparfoss, Stöng, Gjáin, Háifoss. Byggðakjarnar.

Matur
Fjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli.
www.sveitir.is
www.south.is

Matarupplifun

 • Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla daga
  Fræðsla og veitingar www.fridheimar.is               
 • Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. www.efstidalur.is

 Beint frá býli

Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna.  Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu. 
Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.
Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is  
Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn