Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjölskylduferð í Hveragerði

img_7850.jpg
Fjölskylduferð í Hveragerði

Hveragerði hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna, hvort sem bærinn er heimsóttur í dagsferð eða dvalið er með fjölskyldunni til lengri tíma. Hveragerði bíður upp á fjölbreytta gistimöguleika, úrval veitingastaða og fjölbreytta afþreyingu.

Gisting: 
Gisting á hótelum og gistihúsum bæjarins og tjaldsvæðið. 

Afþreying: 

  • Lengri og styttri gönguleiðir eru í Hveragerði og nágrenni.
  • Hoppa í Reykjafoss og baða sig í honum á sólríkum dögum. 
  • Hveragarðurinn, baða fæturnar í læknum og leirböðunum sem eru í garðinum. Sjóða egg fyrir börnin.  
  • Hjólaferðir eða ratleikur með afþreyingarfyrirtæki bæjarins. 
  • Aparólan yfir Reykjafoss. 
  • Blómstrandi dagar er bæjarhátíð sem haldin er í ágúst á ári hverju. Fjör, sprell og ísdagurinn stóri. 
  • Leikvellir og smágarðarnir fyrir yngstu kynslóðina. 

Matur: 
Fjölbreytt úrval veitingastaða bæjarins er fyrir alla hópa fjölskyldunnar. Pizzastaðir, bakarí og allt sem hugurinn girnist hjá börnum og unglingum. Toppurinn er svo ísbúð bæjarins. 

Endilega kynntu þér Hveragerði enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni: 

Hveragerði

HVERAGERÐI

Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.

Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir okkar eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis.

Hveragarðurinn í Hveragerði

Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum
Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um
Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti.

Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að
afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði,
jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting
jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig
það er nýtt.

Í Hveragarðinum er hægt að ganga um svæðið og skoða gömlu hverina og gufuholur og kynna sér sögu og
jarðfræði þessa einstaka svæðis.

Í Hveragarðinum er hægt að sjóða egg og smakka á hverabökuðu rúgbrauði þar sem gufan á svæðinu er nýtt í
baksturinn og eggjasuðuna. Einnig er hægt að prufa leir-fótaböðin sem hafa
heilsubætandi áhrif. Goshverinn Eilífur gýs reglulega og ekki má gleyma að
kíkja á gróðurhúsið.

Símanúmer: 483-5062

https://www.facebook.com/Geothermalpark/

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn