Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Suðurlandi ætti öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi að gera hvort sem það er í dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma á svæðinu. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað fjölskyldan getur gert saman.

Fjölskylduferð í Uppsveitum
Börn á öllum aldri skemmta sér vel  í Uppsveitunum, þar er margt hægt að gera.Þar eru dýragarðar, hestaferðir, opin gróðurhús, opin fjós, opinn sveitabær, gönguferðir í skóginum eða upp á fell.  Útivist,  sund, veiði,  golf, fótboltagolf, frisbígolf, ærslabelgur, leikvellir og íþróttavellir.GistingTjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálarwww.sveitir.iswww.south.is Afþreying Söfn/sögustaðir/sýningar fyrir fjölskylduna Laugarvatnshellar, heimsókn í helli með leiðsögn  Margmiðlunarsýning í Fræðslumiðstöðinni á Hakinu á Þingvöllum Skálholt, sögustaður, sumartónleikar, gönguleiðir Sólheimar Grímsnesi, listhús og “Menningarveisla” Sólheimar Hrunamannahreppi, Samansafnið, minjasafn og fornbílar Virkjanir, sýningar opnar á sumrin Ljósafosstöð Útivist / Gönguferðir/stígar Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin Þeir sem hafa áhuga á fuglum geta fundið fjölmargar tegundir í uppsveitunum.  Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum. Gönguleiðir í skógum: Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi og á Laugarvatni eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða. Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.  Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is Dýragarðar Slakki í Laugarási, húsdýragarður.  Dýragarðurinn í Slakka á Facebook Sveitaheimsókn Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. Garðyrkjubýlið Friðheimar, fræðsla um jarðhita og garðyrkju og veitingar í gróðurhúsi.  Hestasýningar skv. pöntun.   Hestar Hestasýningar á Friðheimum fyrir hópa Syðra-Langholt/ RidingTours South Iceland hestaleiga/ferðir  Geysirhestar hestaleiga/ferðir Kjóastöðum 2 Úthlíð hestaleiga  Efstidalur 2 hestaleiga   Myrkholt, hestaleiga/ferðir  Árbakki, hestaferðir   Sund - GufaSundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana  Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug - Hvammi Flúðum  Fótboltagolf Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur LeikvellirLækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolfÍþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni. GolfFjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar. Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð, Dalbúi Miðdal. Önnur afþreying Laugarvatn Adventure fjölbreytt afþreying og útivist fyrir hópa Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fjölbreytt afþreying  Litboltavöllur Bíldsfelli  Ferðir á Langjökul  Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum   Siglingar á Hvítá,   Áhugaverðir staðirÞingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur, Byggðakjarnar.MaturFjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. Matarupplifun Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar         Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð.   Beint frá býli Litla Bændabúðin Flúðum, Garðyrkjustöðin Melar, opið allt árið fjölbreyttar vörur beint frá býli Hólabúðin Laugardalshólum, kjöt, grænmeti og fleiri vörur. Silfurtún Flúðum, jarðarber og grænmeti, Silfurber Garðyrkjubýlið Friðheimar, “Litla tómatbúðin” grænmeti og fleiri vörur  Garðyrkjustöðin Ártangi plöntur, krydd og fleiri vörur  Garðyrkjustöðin Brúará Böðmóðsstöðum, grænmeti. Garðyrkjustöðin Heiðmörk Laugarási, grænmeti Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna. Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu.  Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is  Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Fjölskylduferð í Rangárþing ytra
Rangárþing ytra hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Í sveitarfélaginu er að finna ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyldur, gistingu, veitingar og margt fleira. Hvort sem um er að ræða stutt stopp, dagsferð eða dvöl til lengri tíma þá er alltaf gaman að stoppa á Hellu. Gisting: Gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum.  Afþreying: Frisbígólf  Golf  Sund – Hellu og Laugalandi  Hestaleigur  Hellaskoðanir   Buggyferðir  Veiði  Fjöruferð í Þykkvabæ Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, hellar sem gaman er að skoða með fjölskyldunni og margt fleira. Á Hellu er að finna sundlaug sem hefur að geyma skemmtilegar rennibrautir og busllaug fyrir börnin. Einnig er frisbígolfvöllur í bænum og hægt að fá lánaða diska í íþróttahúsinu. Matur: Veitingastaðir, bakarí, skyndibiti, kjöt- og fiskverslun – gott beint á grillið! Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni:  Hella og nágrenni
Fjölskylduferð í Mýrdalshrepp
Mýrdalshreppur hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Fjöruferðir og fjallgöngur við einstakar náttúruperlur, góð tjaldsvæði í fallegu umhverfi, ævintýralega afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði við allra hæfi. Í Vík er notaleg sundlaug með útsýni til Reynisdranga og folfvöllur á friðsælum reit við Víkurá. Gisting: Fjölbreytt gistiheimili Sveitagisting Hótel Tjaldsvæði í Vík Tjaldsvæði í Þakgili Afþreying: Hestaferðir í fjörunni Hraunsýningin Icelandic Lava Show Zipline Jöklaferðir Jeppaferðir Gönguferðir og leiðir Hjólaferðir og leiðir Svifvængjaflug Sundlaug Sjóminjasafnið Hafnleysa Kötlusetur, gestastofa Kötlu jarðvangs Golfvöllur Áhugaverðir staðir: Sólheimajökull Flugvélarflakið á Sólheimasandi Dyrhólaey Reynisfjara Víkurfjara Víkurþorp Hjörleifshöfði Þakgil Ýmsar gönguleiðir Matur: Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru Suður-Vík veitingahús Halldórskaffi Smiðjan brugghús Súpufélagið Víkurskáli Ströndin bar & bistro Ice-cave veitingahús Lava-café kaffihús Ekki gleyma kíkinum, kannski sjáið þið Lunda! Endilega kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni! Vík í Mýrdal
Fjölskylduferð í Skaftárhrepp
Í Skaftárhreppi er gott að vera og njóta, sjá ævintýri í hverjum hól og hraundrangi, fylgjast með fuglum á tjörn og læra um eldstöðvar, ösku, gíga og náttúruhamfarir af öllu tagi. Þar er næði til að upplifa náttúruna á eigin hraða; ganga, hlaupa, hjóla eða fela sig í skóginum og hugsa. Gisting: Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði, fjallaskálar og sumarhús. Afþreying: Það er gaman að leika sér í skóginum á Klaustri. Þar er göngustígur langt inn í skóginn sem liggur að Sönghelli og upp á brúnina, þar sem er allt annar heimur. Þeir sem þora geta gengið yfir heiðina og niður hjá Stjórnarfossi, vaðið út í ána til að kæla tærnar og farið svo á Kirkjugólfið. Systrastapi er dularfullur, fullur af sögum. Boðið er upp á gönguleiðsögn og reiðhjólaferðir með leiðsögn sumarið 2020. Víða eru góðar leiðir fyrir þá sem vilja hjóla úti í náttúrunni á gömlum vegum. Á Klaustri er sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og þar er skólalóðin með  sparkvelli, leiktækjum og ærslabelg. Frá sundlauginni liggur Krakkastígurinn sem er þrautabraut að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem er sýning um mosa í öllum myndum og fleira spennandi. Þar fá menn bækur, bæklinga og upplýsingar til að geta verið eigin leiðsögumenn í sveitinni. Áhugaverðir staðir:  Það verða allir að skoða Fjaðrárgljúfur þar sem Justin Bieber tók danssporin,  Dverghamra, þar sem dvergar búa í steinum og Landbrotshólana sem eru óteljandi en furðulegir og góður staður fyrir lautarferð. Kirkjugólfið þar sem gestir eiga að finna ákveðinn stein. Matur: Veitingastaðir sem bjóða hamborgara, pitsur, grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi.   Í Skaftárhreppi er upplagt að skipuleggja útivist og náttúruskoðun. Fara með nesti að morgni hvort sem er á bíl, hjóli, eða gangandi. Hér er tækifæri fyrir fjölskylduna að vera saman og gleyma sér án þess að hafa áhyggjur af nokkrum hlut. Kirkjubæjarklaustur AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA 
Fjölskylduferð í Ríki Vatnajökuls
Sveitarfélagið Hornafjörður býður upp á fjölbreytta afþreyingu, gistingu og mat við allra hæfi! Hornafjörðurinn tekur vel á móti allri fjölskyldunni og hér eru nokkrar tillögur að frábærum dögum í Ríki Vatnajökuls! Gisting: Ríki Vatnajökuls býður upp á fjölbreytta gistimöguleika fyrir fjölskylduna, allt frá tjaldsvæðum og smáhýsum upp í fjölskylduvæna hótelgistingu. Afþreying: Skellið ykkur í fjallgöngu og heitu pottana á meðan börnin spreyta sig í ratleik í góðra vina hópi Frisbí golf, fjöruferð og annað fjölskyldufjör í Hornafirðinum Golfvöllurinn á Höfn. Frábær fjölskyldudagur og börnin spila frítt! Hefurðu farið með börnin á stærsta jökul Evrópu og skellt þér í ferðalag um vetrarbrautina? Upplifðu ævintýrin í Ríki Vatnajökuls! Kayak, klifur og annað jöklafjör....upplifðu bakgarðinn í Ríki Vatnajökuls! Söfn, setur og sumarsmiðjur fyrir börn. Matur: Fjölbreytt flóra veitingastaða sem bjóða upp á girnilega barnamatseðla, heimagerðar pizzur, samlokur og heimagerðan ís Gisting:  Tjaldsvæði, gistiheimili, hótel með fjölskylduherbergjum, sumarbústaðir o.fl.   Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni: Hornafjörður 
Fjölskylduferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er fjölskylduvænt sveitarfélag og ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Í sveitarfélaginu má finna hina ýmsu afþreyingu, gistingu, veitingar og fleira sem að henta allri fjölskyldunni. Það má skipuleggja stuttar ferðir, dagsferðir og dvöl til lengri tíma og allir ættu að finna sér eitthvað skemmtilegt til dægradvalar. Gisting: Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum. Afþreying: Frisbígolf Heilsustígur Lava center Skógasafn Sund á Hvolsvelli Kanó siglingar Golf Hestaleigur Hellaskoðanir Opinn landbúnaður Fjöruferð í Landeyjafjöru Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg Lautarferð í Þorsteinslundi Áhugaverðir staðir: Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, Þorsteinslundur, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir. Matur: Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar.  Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is Hvolsvöllur og nágrenni
Fjölskylduferð á Selfoss og nágrenni
Selfosssvæðið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna fjölda verslana, veitingastaða og gistimöguleika. Hvort sem þið viljið spila golf, renna fyrir fisk, róa kajak, fara á hestbak, heimsækja söfn, slappa af í sundi, hjóla eða ganga meðfram hraunfjöru og svörtum sandi þá getum við vel mælt með heimsókn á Selfosssvæðið. Söfn/sögustaðir/sýningar Bakkastofa                        Bobby Fischer Safnið                    Draugasafnið                                   Eldsmíðafélag Suðurlands         Icelandic Wonders                         Íslenski Bærinn                                Konubókastofa                Rjómabúið á Baugsstöðum       Sjóminjasafnið Eyrarbakka Samkomuhúsið Staður Eyrarbakka Stokkur Art Gallery - Stokkseyri Veiðisafnið Þuríðarbúð Útivist – opin áhugaverð svæði Baugsstaðir - gamla rjómabúið, hægt að panta opnun fyrir hópa Flóaáveitan - áveitukerfi, inntak við Hvítá, gönguleiðir Friðland í Flóa - fuglafriðland, fuglaskoðunarhús, gönguleiðir, þurrklósett Hallskot - skógur, áningarstaður, hægt að leigja aðstöðu í húsum Hellisskógur - skógur, hellir, gönguleiðir, áningarstaðir Knarrarósviti - viti, hægt að panta opnun fyrir hópa Ströndin - göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, áningarstaður Urriðafoss - foss, áningarstaður Þuríðarbúð á Stokkseyri - tilgátuhús, áningarstaður, hægt að panta opnun fyrir hópa Afþreying Bíóhúsið Selfossi Frisbígolfvellir í Árborg Geitabú, Skálatjörn Golfvöllur, Svarfhólsvöllur, 9 holu, Selfoss Hestamiðstöð á Sólvangi við Eyrarbakka Hestaleiga, Bakkahestar, Eyrarbakka Hestaleiga, Egilsstaðir 1, Flóahreppur Kayaksiglingar og FATBIKE ferðir á Stokkseyri Sund Sundhöll Selfoss - 18 m. innilaug, 25 m. útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, heitir pottar, kaldir pottar, vaðlaug, vatnsgufa, sauna, World Class Sundlaug Stokkseyrar - 18 m. útilaug, rennubraut, vaðlaug, tveir heitir pottar Veitingar Veitingastaðir Fjöruborðið, Rauðahúsið, Riverside, Surf and Turf, Kaffi Krús, Krisp Kaffihús / Bakarí Almar bakari, Bókakaffið, BrimRót - Menningarhús, G.K. Bakarí, Sólvangur Skyndibitastaðir Domino's Pizza, Hamborgarabúlla Tómasar, Hlöllabátar, KFC, Pylsuvagninn, Skalli, Subway, Vor Annað Eldhúsið, Mömmumatur, Ísbúð Huppu, Krían Bar, Félagsheimilin í Flóahreppi - salir og eldhús fyrir hópa Kynntu þér Selfosssvæðið enn betur og skoðaðu alla þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða. Selfoss og nágrenni