Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sumarliði Ísleifsson - Norrænar slóðir og ferðasögur.

15. júlí kl. 20:00-22:00

Upplýsingar um verð

Ókeypis
Hvaða augum litu erlendir ferðamenn á land og þjóð. Var viðhorfið jákvætt þar sem dreginn var fram hinn mikli bókmenntaarfur þjóðarinnar og fegurð landsins lofuð hástert? Eða voru fremur dregin fram sértæk lund eyjaskeggja, litið niður á híbýli fólks og lifnaðarhætti?
Sumarliði Ísleifsson hefur undanfarna áratugi grafið upp lýsingar um Ísland í ferðabókum þeirra sem heimsóttu landið síðust 250 ár. Á síðasta ári kom út bók hans: Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland - viðhorfasaga í þúsund ár. Hlaut bókin mikið lof sem og íslensku bókmenntaverðlaunin 2021.
Gangan hefst við gestastofu á Haki klukkan 20:00.

 

 

GPS punktar

N64° 15' 17.753" W21° 7' 55.557"

Staðsetning

Hakið - gestastofa

Sími