Fara í efni

Heinaberg - Hörfandi jöklar - Fræðsludagskrá

1. júlí - 13. ágúst

Upplýsingar um verð

Frítt

Alla virka daga frá 1. júlí – 13. ágúst verður boðið uppá fræðslugöngu með landverði um Heinabergssvæðið.

Landvörður bíður við afleggjarann að Heinabergsjökli og þaðan keyra allir á eigin bílum að jöklinum með einu stoppi á leiðinni. Við Heinabergsjökul verður farið í stutta gönguferð með fræðslu sem mun taka um klukkustund en heildartími ferðarinnar verður um 1.5 klukkustund.

Hafa skal í huga að vegurinn að jöklinum getur orðið illfær og því betra að vera á fjórhjóladrifnum bíl.

Fræðslugangan fellur niður á frídegi verslunarmanna.

GPS punktar

N64° 15' 6.138" W15° 38' 46.492"

Staðsetning

Heinaberg

Sími