Fara í efni

Flughátíð á Hornafirði

24.-26. júní
Í tilefni þess að afi (Vignir Þorbjörnsson) hefði orðið 75 ára þann 25.júní næstkomandi höfum við fjölskyldan ákveðið að halda flughátíð á Hornafjarðarflugvelli helgina 24-26 júní.

Eins og margir vita sinnti afi flugþjónustu á Hornafjarðarflugvelli nánast allt sitt líf og þótti honum fátt skemmtilegra en að hitta fólk og spjalla um flugið og þess vegna fannst okkur tilvalið að heiðra minningu hans á þennan hátt.
 
Sömu helgi er í gangi humarhátíð á Hornafirði svo það verður næg afþreying í gangi fyrir alla fjölskylduna.
Við hvetjum flugáhugafólk um allt land til þess að taka helgina frá og skella sér til okkar.
 

 

GPS punktar

N64° 18' 11.032" W15° 13' 12.167"

Staðsetning

Höfn Airport