Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Again the Sunset

7. júní kl. 20:00-21:00
Again the Sunset er upplifun sem dansar á mörkum þess að vera tónleikar og gjörningur; andsetinn ástarsöngur sem ferðast um röddina og inn í líkamann, inn í hið hráa og frumstæða, líkt og vera sem tjáir sig án þess að eiga sér áskapað form.
 
Tvær mannverur birtast okkur. Þær vinna til þess að halda áfram og halda áfram til þess að vinna, þær færa það sem þarf að færa og syngja það sem þarf að syngja um svikula steina, vafasöm ský og vonlausar sögur af ástinni. Orðin hnita hringi líkt og hugsanir sem sækja á þær; kraftar náttúrunnar mæta nálgun sem hverfist um hið skúlptúríska og hjóðræna.
 
Inga Huld Hákonardóttir er einn framsæknasti danshöfundur landsins og hefur unnið víða á hinni alþjóðlegu dans- og gjörningasenu. Yann Leguay er hljóðlistamaður sem reynir á þanþol listformsins og hefur tekið þátt í sýningum og hátíðum í ýmsum löndum. Í sýningunni sameinar þetta listafólk krafta sína til að skapa hljóð- og sjónrænt hugsanaflæði á andvökunótt.
 
Danshöfundur, Listrænn stjórnandi: Inga Huld Hákonardóttir
Hljóðmynd: Yann Leguay
Sviðsmynd: Inga Hákonardóttir, Yann Leguay
Ljós: Gregory Rivoux
Listræn ráðgjöf: Gaëtan Rusquet
Framleiðsla: Kunstenwerkplaz Pianofabriek og Kosmonaut Production
Ljósmyndir: Stanislav Dobak

GPS punktar

N64° 15' 10.911" W15° 12' 41.330"

Staðsetning

Hafnarbraut 27, Höfn, Iceland