LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hver er framtíðarsýn Suðurlands sem ferðaþjónustusvæði?

Frá því á vormánuðum hefur verið unnið að gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og hefur sú vinna farið vel af stað. Skipað var í vinnuhópa í sumar og fyrstu tveimur vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið. Valið var inn í vinnuhópana út frá hagaðilagreiningu, sem búið var að vinna í undirbúningsfasa verkefnisins, þar sem markmiðið var að fá raddir stærstu hagaðila að borðinu. Einnig var íbúum og hagaðilum á hverju svæði fyrir sig gefinn kostur á að bjóða sig fram í vinnuna þegar auglýst var eftir fulltrúum svæða í héraðsblöðunum í byrjun sumars.

Svæðaskipting á Suðurlandi er í samræmi við skiptingu sem kom fram í Markaðsgreiningu Suðurlands:

Vestursvæði: Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitafélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra.

Miðsvæði: Rangárþing eystra, Vestmannaeyjabær, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Austursvæði: SveitarfélagiðHornafjörður.

Hvað er áfangastaðaáætlun DMP?

Áfangastaðaáætlun DMP (Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið:

✓ þarfir gesta og heimamanna

✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis

Af hverju DMP? Með gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland verður til heildræn stefna sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi og samfélaginu í heild sinni. 

Fyrstu vinnufundir voru haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og í Bláskógabyggð í september og var yfirskrift fundanna Hver er staðan? Þar var dregið fram hvað fólk er ánægt með á svæðinu annarsvegar og hvað  má bæta á svæðinu hins vegar. Á fundunum lágu fyrir eftirtaldir umræðurammar sem þátttakendur tóku afstöðu til; opinberir aðilar, innviðir, samfélagið, náttúran, ímynd og gæði og svo samtal og samvinna.

Í október voru vinnufundir haldnir í Suðursveit, Vík og Þorlákshöfn þar sem unnið var með framtíðarsýn svæðanna útfrá sömu umræðurömmum.

Næstu vinnufundir verða haldnir í lok nóvember þar sem farið verður í meginmarkmið, starfsmarkmið og grunninn að aðgerðaráætlun fyrir hvert svæði fyrir sig.

Lagt verður upp með að halda opna íbúafundi eftir áramót þar sem staðan á vinnunni verður kynnt og íbúum og öðrum hagaðilum gefið tækifæri á að koma með sitt innlegg eða athugasemdir.

Nánari upplýsingar um verkefnið á Suðurlandi sem og á landsvísu má finna á þessum vefföngum: www.south.is/is/dmp og www.ferdamalastofa.is/dmp

Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi eru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur (anna@south.is) og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@south.is). Starfsstöð þeirra er hjá Markaðsstofu Suðurlands á Selfossi, sem hýsir verkefnið sem er í eigu Ferðamálastofu. Mikil og þétt samvinna er með öllum svæðum og eru tengiliðir á hverju svæði; Suðvestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, Miðsvæði Árný Lára Karvelsdóttir og Suðaustur svæði Árdís Erna Halldórsdóttir.

F.h. áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi,
Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn