LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlun DMP (Destination Management Plan) – staða

Myndun vinnuhópa

Áfangastaðaáætlun DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Svæðaskipting á Suðurlandi er í samræmi við skiptingu sem kom fram í Markaðsgreiningu Suðurlands.

Vestursvæði Suðurlands: Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitafélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra.

Miðsvæði Suðurlands: Rangárþing eystra, Vestmannaeyjabær, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Austursvæði Suðurlands: SveitarfélagiðHornafjörður.

Fyrstu vinnufundir voru haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og í Bláskógabyggð, var yfirskrift fundanna Hver er staðan? Þar var dregið fram hvað fólk er ánægt með á svæðinu annarsvegar og hvað  má bæta á svæðinu hins vegar. Eftir samtal við fjölmarga aðila á öllum svæðum mynduðu verkefnastjórar umræðuramma fyrir vinnufundina út frá eftirfarandi þáttum, opinberir aðilar, innviðir, samfélagið, náttúran, ímynd og gæði og svo samtal og samvinna.

Nánari upplýsingar um verkefnið á Suðurlandi sem og á landsvísu má finna á þessum vefföngum: www.south.is/is/dmp og www.ferdamalastofa.is/dmp

Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi eru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur (anna@south.is) og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@south.is). Starfsstöð þeirra er hjá Markaðsstofu Suðurlands á Selfossi, sem hýsir verkefnið sem er í eigu Ferðamálastofu. Mikil og þétt samvinna verður með öllum svæðum og hafa á hverju svæði verið tilnefndir tengiliðir; Suðvestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, Miðsvæði Árný Lára Karvelsdóttir og Suðaustur svæði Árdís Erna Halldórsdóttir.

F.h. áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi

Anna Valgerður Sigurðardóttir                             Laufey Guðmundsdóttir

Anna Valgerður Sigurðardóttir            Laufey Guðmundsdóttir

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn