Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar í gær.

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar í gær.
Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana landshlutanna

Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjórar Áfangastaðaáætlun Suðurlands, kynntu í gær verkefnið og niðurstöður þess á kynningarfundi Ferðamálastofu á Hótel Sögu.

Þetta var fjölmennur og góður kynningarfundur þar sem voru kynntar áfangastaðaáætlanir allra landshlutanna. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að heimamenn setji sér framtíðarsýn og móti sinn áfangastað, ákveði hvernig haga eigi stýringu ferðamanna og hvernig sé hægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á áfangastöðum svo að ferðaþjónusta blómstri á svæðunum.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri setti fundinn og í kjölfarið kynntu verkefnastjórar áfangastaðaáætlana helstu niðurstöður sinna svæða. Dagný Arnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjallaði í kjölfarið um snertifleti Landsáætlunar um innviði við áfangstaðaáætlanir og að lokum ræddi Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hvernig hún sér að áfangastaðaáætlanir muni nýtast í framtíðinni.

Upptökur af fundinum eru aðgengilegar á heimasíður Ferðamálastofu. Samantektina og Áfangastaðaáætlun Suðurlands má finna á www.south.is/is/dmp

Anna V. Sigurðardóttir kynnir Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Laufey Guðmundsdóttir kynnir Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn