Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

STEFNUMARKANDI STJÓRNUNARÁÆTLANIR - (DMP)

Ferðamálastofa, í samstarfi við Stjórnstöð ferðamála, vinnur að undirbúningi svonefndra stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Managment Plans) - DNP. Í nýjum Vegvísi eru þær nefndar sem eitt af forgangsverkefnum í styrkingu innviða íslenskrar ferðaþjónustu.

Ferðamálastofa, í samstarfi við Stjórnstöð ferðamála, vinnur að undirbúningi svonefndra stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Managment Plans) - DNP. Í nýjum Vegvísi eru þær nefndar sem eitt af forgangsverkefnum í styrkingu innviða íslenskrar ferðaþjónustu.

Hvað er DMP?

DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. DMP er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Áætlun um skipulag, þróun og markaðssetningu svæðis

Mikilvægt er að hafa í huga að DMP inniheldur þannig áætlun um skipulag, þróun og markaðssetningu svæðis auk þess þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu á hinum ýmsu ferlum sem ráða þróun atvinnugreinarinnar innan svæðisins: uppbyggingu, efnahagslegu vægi, þjónustuþáttum o.s.frv.

Kynningarfundir haust 2016

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa héldu 14 kynningarfundi um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana haustið 2016. Á fundunum kynntu Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu og þau Anna Katrín Einarsdóttir og Óskar Jósefsson frá Stjórnstöð ferðamála verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem skoski ráðgjafinn Tom Buncle fór ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða. Nánari upplýsingar um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir í PDF-skjali

Efni frá fundunum er aðgengilegt hér að neðan.

Inngangur - Óskar Jósefsson

Kynning verkefnins - Anna Katrín Einarsdóttir
Kynning á pdf.

Eðli, markmið og tilgangur DMP - Tom Buncle
Kynning á pdf.

Tímalína og fjármögnun - Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
Kynning á pdf. 

 

Nánari upplýsingar

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar
hrafnhildur@ferdamaalstofa.is