Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden 2016 sú stærsta hingað til

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Laugardalshöll dagana 4.-6. október. Markaðsstofa Suðurlands og fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki af Suðurlandi tóku þátt eins og undanfarin ár.
Sýningarbás Markaðsstofu Suðurlands
Sýningarbás Markaðsstofu Suðurlands

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Laugardalshöll dagana 4.-6. október. Markaðsstofa Suðurlands og fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki af Suðurlandi tóku þátt eins og undanfarin ár.

Vestnorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hitta og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum og blaðamönnum víðsvegar að úr heiminum. Ferðakaupstefnan hófst með fyrirlestrum þar sem fjallað var um ýmis mál er lúta að ferðamálum m.a. sjálfbærni í ferðaþjónustu o.s.fv. 

Kaupstefnan var mjög vel sótt og voru 700 skráðir þátttakendur sem gerir hana þá stærstu hingað til. Vestnorden lauk svo með kveðjuhófi í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Kaupstefnan er haldin til skiptis af löndunum þremur og mun Grænland halda Vestnorden haustið 2017.