Opnunartími

Allt árið

Þjónusta

Gistiheimili, Bændagisting
Suðursveit
781, Höfn í Hornafirði
www.hali.is
478-1073
893-2960
25
41
2

Gistiheimilið Hali í Suðursveit býður gestum upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði.
Hali er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 – 1974).

* Gistiheimilið Hali er 13 km austar en Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Hali er miðja vega á milli Hafnar og Skaftafells.

* Það eru 70 km til Hafnar í Hornafirði og 73 km í þjóðgarðinn í Skaftafelli

* Á Hala eru eins, tveggja og þriggja manna herberjum alls 18 herbergi  í tveimur húsum sem rúma 36 manns í gistingu

* Það eru 11 herbergi  með vaski, þar sem salerni og sturtur eru sameiginleg fyrir gesti, en 7 hágæðaherbergi með sérbaðherbergi verða tilbúin 15 júni 2011

* Í  tveimur húsum eru fullbúin eldhús og þægilegar setustofur.

* Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og  sæti fyrir 60 manns. Það er opið allan daginn yfir sumarið en panta þarf sérstaklega veitingar á tímabilinu okt. – maí

* Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum  Þórbergs Þórðarsonar

* Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar

* Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál

* Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar

* Gistiheimilið Hali er opið allt árið

* Á Hala og í Þórbergssetri er aðstaða fyrir hópa til fundarhalda og námskeiðahalds. Hægt er að panta gistingu og fullt fæði á meðan á dvöl stendur.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.