Þjónusta

Gistiheimili, Farfuglaheimili og Hostel, Söfn, Sýningar, Handverk og hönnun, Veitingahús
Eyrargata 51-53
820, Eyrarbakki
www.gonholl.is
483-1280
894-2522
843-2550
0
16
4

Eyrarbakki var einn elsti verslunarstaður á Íslandi en blómatími þorpsins var frá miðri 19. öld og á fyrstu áratugum 20. aldar. Þá myndaðist þéttbýliskjarni umhverfis hús dönsku verslunarinnar og íbúum fjölgaði ört. Flestir urðu þeir um 1920 tæplega 1000 manns, en fækkaði upp úr því og hefur íbúatalan verið um 530-550 manns hin síðari ár.

Á Gónhól er  Farfuglaheimili í 4 íbúðum og er hver þeirra með svefnpláss fyrir 4-6. Íbúðirnar eru vel búnar með uppþvottavél, kæliskáp og helstu eldhústækjum, tvö eins manns rúm í svefnherbergi og tvíbreiðan sófa í stofu, sjónvarp og þráðlaust net.

Menningarmiðstöðin Gónhóll er í samliggjandi húsi við Farfuglaheimilið. Þar er rekið er kaffihús  og krambúð ásamt nytja- og handverksmarkaði með grænmetistorgi. Fornbílasýningar, tískusýningar og alls konar uppákomur eru á sumrin og ná hámarki á Aldamótahátíð þorpsbúa en hún er haldin um miðjan ágúst ár hvert. Þá minnast íbúar blómatíma þorpsins og bjóða uppá kjötsúpu , kappslátt, og  fjölbreytta skemmtidagskrá.

Kaffihúsið Gónhóll er opið alla daga frá kl. 11-18 , 1. júní – 31. ágúst og eftir samkomulagi fyrir hópa. Vinsælt er að halda ættarmót, afmæli og brúðkaup í salnum okkar þar sem verið er að byggja upp Aldamótaþorp en þar er áætlað að saga Eyrarbakka verði sögð á lifandi hátt með því að þorpið verði endurbyggt inni í gamla frystihúsi staðarins. Þar verða verslanir, pósthús og banki auk verkstæða iðnaðarmanna, ýmist sem safngripir eða í fullum rekstri.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.