39
815, Þorlákshöfn

Raufarhólshellir, rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er í áttina til Þorlákshafnar. Hellirinn er illsjáanlegur frá veginum þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum að austanverðu. Hellirinn er um það bil 1360 m langur og liggur að hluta til undir Þrengslaveginum. Hellirinn er 10 - 30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast um það bil 12 m þykkt, nema undir veginum þar sem það þynnist stöðugt við hrun.